Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hrútafundir
Á faglegum nótum 23. nóvember 2015

Hrútafundir

Höfundur: Eyþór Einarsson, Ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá líti dagsins ljós.  Að vanda munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum um allt land í kjölfar útgáfu hennar.
 
Þar er hrútaskránni dreift og sauðfjárræktarráðunautar RML mæta til að kynna hrútakostinn og ræða um ræktunarstarfið.  Þá eru sum búnaðarsambönd með annað efni að auki á sínum fundum.  Gert er ráð fyrir að skráin komi úr prentsmiðju  í síðasta lagi mánudaginn 23. nóvember og fyrsti fundurinn verði þá um kvöldið á Hvanneyri.
 
Mikið er af nýjum og spennandi hrútum í boði, þar sem talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í hrútastofninum. Samanlagt eru á sauðfjársæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi 30 hyrndir hrútar og þar af 12 nýir.  Kollóttir hrútar eru 12 og þar af 5 nýir.  Þá verður kynntur nýr feldfjárhrútur og nýr forystuhrútur.  
 
Síðasta vetur voru sæddar rétt um 25 þúsund ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís.is og var hlutfall þeirra sem festu fang 67% sé miðað við ósamstilltar ær sæddar með fersku sæði. Þetta voru aðeins minni sæðingar en áður og átti tíðarfarið sinn þátt í því. Fanghlutfallið var hins vegar óbreytt frá árinu áður.  
Ástæða er til að hvetja bændur til að nýta sér sæðingarnar af krafti og að vanda til verka, því þónokkur breytileiki er milli búa þegar kemur að fanghlutfalli. Í væntanlegri hrútaskrá verður fjallað um árangur sæðinga ásamt fleiru af áhugaverðu efni.
 
Hrútafundirnir hafa ávallt verið fjölsóttir og vonast er til að engin breyting verði á því nú, því þetta er góður vettvangur til að ræða um allt sem á mönnum brennur varðandi ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.
 

 

3 myndir:

Skylt efni: Hrútaskrá 2015-2016

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...