Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Fréttir 13. september 2016

Hrútadagurinn haldinn í 10. sinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 1. október næstkomandi á Raufar­höfn. Sérstök hrútadagsnefnd er þegar komin á fullt við undirbúning dagsins, en í henni eru Raufarhafnarbúar sem og ungir bændur úr nágrannasveitum þorpsins. 
 
Raufarhöfn er í Norður- Þingeyjarsýslu sem er hreint svæði og má því ekki flytja fé inn á svæðið. Hins vegar hefur sala lífgimbra og hrúta verið nokkuð sterk af svæðinu enda mikið kapp lagt á flotta hrúta. Hrútadagurinn er hugsaður sem eins konar uppskeruhátíð bænda, þeim og búaliði er hóað saman og verslað með hrúta. Í ár verður Logi Bergmann kynnir og skemmtanastjóri enda þaulvanur sveitinni. 
Á staðnum verða alls konar uppákomur og allar í sveitaþema. Ull metin og spunnin, þuklað á hrútunum og keppt í stígvélakasti en það ku aðeins vera fyrir þaulvana stígvélasérfræðinga. Þá verður einnig kvöldskemmtun með afar orðheppnum hagyrðingum og almennri gleði. 
 
Þeir sem vilja fylgjast með dagskránni er bent á facebook.com/hrutadagurinn eða raufarhofn.is, þá er einnig hægt að fá upplýsingar í netfanginu hrutadagurinn@gmail.com. Eins má hringja í einhvern af hinum hressu nefndarmeðlimum. 
 

Skylt efni: Hrútadagurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...