Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hrun í sölu búvéla
Mynd / Heiko Janowski
Utan úr heimi 18. desember 2024

Hrun í sölu búvéla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stórir framleiðendur land búnaðar tækja hafa greint frá miklum samdrætti í sölu undanfarna mánuði.

Síðasti ársfjórðungur hefur reynst erfiður fyrir þá sem framleiða tækjabúnað fyrir bændur. Alþjóðleg fyrirtæki, eins og John Deere, AGCO og CNH, hafa nýlega sent frá sér rekstraryfirlit sem sýna að bændur halda að sér höndum við kaup á nýjum dráttarvélum, þreskivélum og fleiri tækjum. Frá þessu greinir Agrarheute.

AGCO framleiðir vörumerki eins og Valtra, Fendt og Massey Ferguson og CNH hefur Case IH, New Holland og Steyr á sínum snærum. John Deere gerði upp árið í október og var hagnaðurinn 30 prósentum lægri en í fyrra. Síðasti fjórðungur var verstur, en þá dróst salan á landbúnaðartækjum saman um 32 prósent og hagnaðurinn um 47 prósent.

Samdráttur í sölu búvéla hjá CNH á þriðja ársfjórðungi nam 22 prósentum. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs dróst salan hjá AGCO saman um átján prósent á heimsvísu. Í Evrópu var samdrátturinn sjö prósent, en smávægileg söluaukning í Þýskalandi og Tyrklandi vó upp á móti hnignun í öðrum löndum álfunnar. Mest hefur salan minnkað á múgsöxum og dráttarvélum í millistærð. Í Suður- Ameríku dróst salan saman um 43 prósent.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f