Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan
Fréttir 20. nóvember 2023

Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaþing fór fram í Hörpu 15. nóvember. Meginstef þingsins var hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040.

Ladeja Godina Košir

Þetta er í annað skiptið sem haldið er matvælaþing en þar koma saman til
skrafs og ráðagerða þær starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Vettvangur skapast þannig fyrir samtal milli og stjórnvalda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Tveir gestafyrirlesarar fluttu framsögur á matvælaþingi, annars vegar Ladeja Godina Košir, stofnandi og framkvæmdastjóri Circular Change-samtakanna í Slóveníu, og hins vegar Anne Pøhl Enevoldsen, sviðsstjóri hjá dönsku matvæla- og dýraeftirlitsstofnuninni. Þær fjölluðu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu. Košir fjallaði m.a. um að Slóvenía, með sínar tvær milljónir íbúa, væri að sumu leyti á pari við Ísland þegar kæmi að áherslunni á að byggja upp stöðugt, ábyrgt  og sjálfbært matvælakerfi innanlands til að takast á við alþjóðlegar áskoranir. Slóvenía nýtti ekki til fullnustu efnahagslegar auðlindir sínar á skilvirkan og sjálfbæran hátt og landið ætti mikið inni, t.d. í frekari ræktun. Margt sé þó gert vel og t.a.m. hvetji yfirvöld veitingastaði og ferðamannaiðnaðinn til að forgangsraða staðbundnu hráefni á matseðla og neytendur séu fræddir um kosti þess að velja staðbundnar vörur. Íslendingar mættu, skv. Košir, leggja meiri áherslu á að ná hagsmunaaðilum í hringlaga hagkerfi, að leita eftir jafnvægi milli innnlendra merkinga og umhverfismerkja, huga að frekari nýsköpun í t.d. sjávarútvegi, landbúnaði og fiskeldi og rannsaka hegðunarbreytingar í samfélaginu og taka tillit til þeirra, svo eitthvað sé nefnt.

Þá voru örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni, t.d. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu. Einnig um nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða, um nýtingu leifa, eflingu kornræktar, neysluhegðun og framtíðarmatvæli, svo eitthvað sé nefnt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...