Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhrif á garðyrkjubændur að seinkun verður á öllum venjulegum vorverkum, sem mun mögulega leiða til minni uppskeru í haust.

Jón Helgi Helgason á Þórustöðum í Eyjafirði er kartöflubóndi sem situr í stjórn deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Það voraði seint á þessum svæðum, leiðinda kuldi og snjókoma var í apríl og hefur klaki í jörð verið töluvert vandamál. Hann byrjaði seint að fara úr jörð og mögulega enn ekki farinn á sumum svæðum,“ segir Jón Helgi. „Það hefur því kannski verið lán í óláni að margir bændur voru seinna á ferðinni með niðursetningu og útplöntun eða sáningu á grænmeti og hafði hretið í síðustu viku minni áhrif en ella. Hins vegar hefur þetta hret þau áhrif að öllu seinkar og veldur það seinkun á uppskeru og jafnvel minni uppskeru en vanalega.

Jörðin er enn mjög blaut og erfitt að komast um akrana en við vonum að það þorni á næstu dögum og þá verður hægt að ljúka við vorverkin,“ útskýrir Jón Helgi. „Ég hef ekki heyrt af frostskemmdum á kornökrum en mögulega getur öll þessi bleyta sem stendur uppi í pollum hafa drekkt einhverjum hluta af því.“

Skylt efni: Áhrif illviðris

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...