Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Örlygur Atli Guðmundsson, stjórnandi Karlakórs Hveragerðis (t.v.) og Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður kórsins.
Örlygur Atli Guðmundsson, stjórnandi Karlakórs Hveragerðis (t.v.) og Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður kórsins.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Höfundur: Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður Karlakórs Hveragerðis.

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun standa fyrir hausttónleikum í Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. október klukkan 16.

Jónas Sig. mun koma fram með kórnum. Tveimur dögum eftir tónleikana munu kórfélagar og makar fara í söngferðalag til Ítalíu.

Kórinn er nú á sínu áttunda starfsári en að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar með kórnum á öllum aldri. Örlygur Atli Guðmundsson hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi og hefur honum tekist einstaklega vel að skapa skemmtilega stemningu í kórnum með hressilegum lögum þar sem leikrænir tilburðir kórfélaga koma oft við sögu við mikla hrifningu tónleikagesta. Jólatónleikar eru fyrirhugaðir í Hveragerðiskirkju þann 7. desember þar sem kórinn mun koma við sögu ásamt fleira tónlistarfólki úr Hveragerði. Einnig stefnir kórinn á að standa fyrir hagyrðingakvöldi 18. janúar næstkomandi svo eitthvað sé nefnt.

Nýir félagar eru alltaf velkomnir í kórinn en kórinn er með Facebook-síðu þar sem hægt er að forvitnast um kórinn og senda skilaboð ef svo ber undir. En nú eru það hausttónleikarnir 19. október, eitthvað sem enginn má missa af þegar gleði og söngur er annars vegar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...