Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hreinn vinsælasti hrúturinn
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir.
Fréttir 12. janúar 2024

Hreinn vinsælasti hrúturinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Af þrjátíu vinsælustu hrútunum á sæðingastöðvunum voru tuttugu og fjórir með verndandi arfgerðir. Hreinn frá Þernunesi, sem er arfhreinn ARR, trónir á toppnum með 1.439 skráðar sæðingar. Hann náði ekki að anna þessari miklu eftirspurn, en bændur lögðu inn pantanir fyrir um 3.500 skömmtum. Útsent sæði frá honum voru 1.705 skammtar.

Aukning á þátttöku í sæðingum milli ára er mjög mikil, en í desember 2022 voru sæddar 18.700 ær, á meðan 28.663 ær voru sæddar í desember 2023. Hina miklu aukningu má að vissu leyti rekja til niðurgreiðslu frá hinu opinbera til að dreifa arfgerðum sem veita vernd gegn riðu sem víðast. Matvælaráðuneytið lagði tuttugu milljónir til verkefnisins og segir í fréttatilkynningu frá RML að í ljósi góðrar þátttöku gæti niðurgreiðslan á hverja kind orðið lægri en lagt var upp með. Til að eiga rétt á styrk þurftu bændur að skrá sæðingarnar í Fjárvís í síðasta lagi 8. janúar.

Í hrútaskránni voru fjörutíu og þrír hrútar fyrir utan forystuhrúta og feldfjárhrúta. Af þeim voru sextíu prósent með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Á heimasíðu RML kemur fram að miðað við skráningu í Fjárvís 4. janúar voru áttatíu prósent af ánum sæddar með hrútum sem bera mögulega verndandi arfgerðir og þar af sextíu prósent með ARR hrútum. Ef horft er til sæðinga og notkunar á heimahrútum með ARR megi gera ráð fyrir að yfir sjö þúsund ARR lambhrútar komi til greina á hrútastöðvarnar í haust.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...