Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Líf og starf 17. október 2025

Hreinn Halldórsson með ljóðabók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Komin er út ljóðabók eftir Hrein Halldórsson kúluvarpara og harmónikuleikara.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur sent frá sér 25. bókina í bókaflokknum Austfirsk ljóðskáld: Ljóð mitt og lag, eftir Hrein Halldórsson. Bókin hefur að geyma tækifærisljóð, lausavísur, söngtexta og ljóð við ýmis tilefni, alls 107 talsins. Á bak við yfir 20 ljóð í bókinni eru sönghæf lög en alls eru lög Hreins um 200 að tölu. Bókin er 104 síður, í harðspjöldum.

Hreinn er fæddur árið 1949 og löngu kunnur hagyrðingur og vísnasmiður en einnig harmónikuleikari. Hann ólst upp á Hrófbergi við Steingrímsfjörð en hélt ungur til Reykjavíkur og starfaði m.a. í áratug sem strætisvagnabílstjóri. Hreinn var þekktur íþróttamaður á sinni tíð og varð Evrópumeistari innanhúss í kúluvarpi árið 1977 og þrisvar sinnum kosinn íþróttamaður ársins. Hann var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2018.

Hreinn hefur búið og starfað á Egilsstöðum frá árinu 1982, lengst af sem umsjónarmaður íþróttamannvirkja. 

Lífsins ljós

Í smalamennsku á Þernunesi, uppi í Breiðdal

Ég horfi eftir lífsins ljósi
sem logar við efsta tind
þó heimurinn hatri gjósi
og heiftin um flæði blind.
Í ljósið ég stöðugt stefni
þó stefnan sé breytileg
því loforð ég lífsins efni
sem leiðir mig þennan veg.

Það gefur mér gleði sanna
að geta á ljósið treyst
þvíoft er hér meðal manna
svo margt sem er ekki leyst.
Ég bið þess að ljósið logi
og lýsi hér hverja stund
uns himneskur himinbogi
er horfinn af vorri grund

Ljóð mitt og lag, bls. 70.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...