Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hreindýrakvótinn dregst enn saman um leið og ásókn í veiðileyfi er mikil. Hér er hreindýraveiðimaður með tarf í krosshárunum.
Hreindýrakvótinn dregst enn saman um leið og ásókn í veiðileyfi er mikil. Hér er hreindýraveiðimaður með tarf í krosshárunum.
Mynd / sá
Fréttir 24. febrúar 2025

Hreindýrakvóti minnkað um helming frá 2020

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Leyft verður að veiða alls 665 hreindýr á þessu ári, 400 tarfa og 265 kýr. Fækkun er um 20,3% frá fyrra ári og helming síðan árið 2020.

Heimilt verður að veiða allt að 665 hreindýr árið 2025, með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda.

Fækkun er frá fyrra ári á öllum svæðum nema nr. 8 og 9 sem eru syðst. Nemur fækkun heimilda 20,3% frá fyrra ári, eða 135 dýrum, og þar af eru 132 hreinkýr. Veiðisvæði og skipting þeirra eftir sveitarfélögum er óbreytt frá fyrra ári.

Stöðugur samdráttur hefur verið í veittum leyfum hin síðari ár. Þannig mátti veiða 800 hreindýr í fyrra, 901 dýr árið 2023, 1.021 dýr 2022, 1.220 dýr 2021 og 1.325 árið 2020. Í ár má veiða um 33% hlutfall af kúm m.v. árið 2020 og um 77% hlutfall af törfum m.v. sama ár. Því hefur kvótinn stöðugt dregist saman síðustu ár, sérstaklega í hreinkúaveiði. Alls hefur leyfilegur hreindýraveiðikvóti minnkað um helming frá 2020, eða 50,1%.

Dýrin færri en við var búist

Náttúrustofa Austurlands er vöktunaraðili hreindýrastofnsins og leggur til hvað hæfilegt er að veiða úr stofninum. Að sögn Hálfdáns Helga Helgasonar, sérfræðings hjá NA, er kvótatillagan varfærin í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur um fjölda dýra og breytta dreifingu dýranna undanfarin ár.

„Kvótatillögurnar byggja á framreiknuðu stofnmati sem aftur byggir á heildartalningum, sem framkvæmdar eru á nokkurra ára fresti, og árlegum vöktunargögnum. Nýjasta heildartalning sem liggur fyrir, frá því í fyrravor, gaf til kynna að dýrin væru umtalsvert færri en við var búist,“ segir Hálfdán. Hafa verði þó í huga að slíkar talningar séu alltaf lágmarkstalningar.

„Samkvæmt framreiknuðu stofnstærðarmati, sem miðaði þá við eldri heildartalningu, hefði stofninn átt að telja rúmlega 4.100 dýr á þeim tíma, en niðurstöður talninga bentu til að stofninn teldi rétt rúmlega 3.200 dýr,“ útskýrir Hálfdán og heldur áfram: „Þau gögn sem hafa safnast síðan benda ekki til annars en að það stofnmat sé nærri lagi. Það má ekki gleymast að markmið veiðanna er stofnstýring, að halda þéttleika dýra innan marka til að takmarka líkur á ofbeit eða landskemmdum. Í því augnamiði hefur veiðiálag jafnan verið um 25–27%, sem að þó hefur ekki alltaf dugað til að hefta stofnvöxt, því að dýrunum hélt áfram að fjölga fram til 2010. Í ljósi óvissunnar sem hefur skapast þykir samt sem áður rétt að fara varlega og því er að auki dregið úr veiðiálagi niður í um 20%.

Margir samverkandi þættir

Hálfdán segir ekkert benda til að hjarðirnar séu í vandræðum, a.m.k. ekki miðað við fallþunga og mælda nýliðun að sumri. „Þær helstu breytingar sem við höfum séð á síðustu árum er færsla út af ákveðnum kjarnsvæðum og breytt útbreiðsla. Fyrir því kunna að vera margar skýringar, t.d. of hátt veiðiálag, aukin truflun, rýrð gæði beitilands, en enn sem komið er er engin ein skýring líklegri en önnur og mögulega er um samverkandi þætti að ræða,“ segir hann.

Skylt efni: hreindýraveiðar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...