Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna
Fréttir 14. júní 2021

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 2020, sem var haldinn fyrir skömmu, kom fram að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam 40,4 milljörðum króna í árslok 2020, hækkaði um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári eða um 8,4%.

Á ársfundinum var lögð fram ársskýrsla sjóðsins vegna ársins 2020 og kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna sjóðsins.
Hrein nafnávöxtun, ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjárfestingartekjum, var 11,2% sem samsvarar 8,3% raunávöxtun. Sambærilegar tölur fyrra árs voru 12,6% og 9,6%. Meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 4,8% og síðustu 10 ára 5,1%.
Breytingar í stjórn

Á fundinum var kosið um eitt sæti í aðalstjórn og eitt sæti í varastjórn til fjögurra ára. Í aðalstjórn hlaut kosningu Guðbjörg Jónsdóttir og í varastjórn var skipunartími Jóhanns Más Sigurbjörnssonar endurnýjaður. Úr aðalstjórn gekk Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, sem hefur verið í stjórn frá 2011 og voru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Fjöldi sjóðfélaga, lífeyrisþega og iðgjöld

Fjöldi virkra sjóðfélaga, það er fjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu 2020, var 2.115, fjöldi þeirra sem eiga réttindi í sjóðnum var 10.945 í lok árs 2020 og fjöldi lífeyrisþega, sem fékk greiddan lífeyri á árinu var 4.005.

Heildariðgjöld voru 837 milljónir króna á móti 760 milljónum króna árið 2019, hækkuðu um 10,0%. Heildarlífeyrisgreiðslur námu 1.804 milljónum króna á árinu 2020, sem er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Greiddur lífeyrir vegna áunninna réttinda var 1.797 milljónir króna og jókst um 5,5% milli ára.

Væntanleg þróun og framtíðarhorfur

Áhrif COVID-19 á rekstur, efnahag og sjóðstreymi Lífeyrissjóðs bænda á árinu hafa verið óveruleg. Hugsanleg áhrif á rekstur sjóðsins voru í upphafi faraldurs talin geta verið samdráttur í greiddum iðgjöldum til sjóðsins vegna minnkandi umsvifa launagreiðenda, aukin vanskil þeirra og greiðsluerfiðleikar einstaklinga vegna aukins atvinnuleysis. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fylgjast vel með þróun innheimtumála vegna iðgjalda og lántökum var boðið greiðsluhlé á lánum sínum til allt að sex mánaða með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum.

Á komandi árum mun sjóðurinn, líkt og síðustu ár, hafa áfram að höfuðmarkmiði að hámarka ávöxtun eigna innan ramma laga og fjárfestingarstefnu sjóðsins í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum svo og að hámarka réttindi sjóðfélaga.

Ársskýrsluna í heild má finna á heimasíðu lífeyrissjóðsins www. lsb.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...