Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Kjötbollur“ úr kartöflupróteini sem búnar eru til í tilraunaeldhúsi KMC.
„Kjötbollur“ úr kartöflupróteini sem búnar eru til í tilraunaeldhúsi KMC.
Mynd / VH
Fréttir 16. september 2022

Hráefni sem getur komið í staðinn fyrir dýraafurðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kartoffelmelcentralen, eða KMC, er samvinnufélag í eigu danskra kartöflubænda og sérhæfir sig í framleiðslu á afurðum úr kartöflupróteini og -sterkju.

Fyrirtækið er eitt að af þeim stærstu í sinni grein í heiminum og framleiðir 60 ólíka afurðaflokka sem nýttir eru í matvælaiðnaði víða um heim.

Markmið fyrirtækisins er að þróa og framleiða hráefni úr kartöflum sem má nota í matvælaiðnaði í staðinn fyrir dýraafurðir eins og ýmis íblöndunarefni í osti, gelatín í sælgætisiðnaði og sem hráefni í grænmetisrétti sem eiga að líkjast kjöti. Hugo Nielses, forstöðumaður viðskiptasviðs KMC, sagði við Bændablaðið að markmið fyrirtækisins væri að framleiða vörur sem spornuðu gegn loftslagsbreytingum, hungri í heiminum og stuðluðu að auknum líffræðilegum fjölbreytileika. „Þetta gerum við meðal annars með því að draga úr notkun á plöntuvarnarefnum og orku og nýta afgangshráefni og breyta því í verðmæti.“

Jóskir bændur rækta sterkjuríkar kartöflur fyrir KMC. Mynd / KMC

Kartöfluræktun með lágt kolefnisspor

„Hráefnið í framleiðslu sína fær fyrirtækið frá jóskum kartöflubændum sem rækta kartöflur sérstaklega samkvæmt samningi við KMC og oft í fremur rýrum jarðvegi sem ekki nýtist vel til annarrar ræktunar.

Kolefnisspor kartöfluræktunar er lágt og styður því vel við markmið fyrirtækisins að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á sama tíma að draga úr losun viðskiptavina þess með nýtingu afurðanna sem það framleiðir. Vinnsla fyrirtækisins afkastar um milljón tonnum af kartöflum á ári,“ að sögn Nielsen.

Pitsuostur, unninn með kartöflusterkju. Mynd / KMC

Níutíu ára saga

Fyrirtækið var stofnað árið 1933 eftir að danska ríkið fór þess á leit við bændur að þeir ræktuðu meira af kartöflum til að mæta aukinni þörf landsins fyrir sterkju. Í upphafi var tilgangur KMC að selja framleiðslu sjö verksmiðja sem framleiddu sterkju úr kartöflum með sérleyfi frá danska ríkinu.

Það hefur verið starfandi í tæp 90 ár og frá upphafi sérhæft sig í framleiðslu afurða sem unnin eru úr kartöflum. Í dag framleiðir það meðal annars prótein og sterkju sem er selt til yfir 80 landa og flytur út um 90% framleiðslunnar og er Kína stærsti viðskiptavinur þess.

Árið 1988 var sett á laggirnar þróunardeild innan fyrirtækisins til að vinna að bættum gæðum framleiðslunnar og þróa nýjar afurðir. Á tíunda áratug síðustu aldar var lögð megináhersla á framleiðslu afurða sem nýst gætu í matvælaiðnaði og markaðssetningu þeirra á alþjóðamarkaði. Árangurinn var góður og árið 2003 var byggð ný verksmiðja til að mæta aukinni sölu á kartöflusterkju.

„Kjötbollur“ úr kartöflupróteini

Meðal þróunarverkefna sem unnið er að í dag er kartöfluprótein sem gæti komið í staðinn fyrir soja og baunir í grænmetisréttum sem eiga að líkjast kjöti.

Undirritaður smakkaði í sumar „kjötbollur“ sem gerðar eru úr kartöflupróteini og matreiddar í tilraunaeldhúsi KMC. Áferð þeirra er ótrúlega lík kjötbollum og bragðið gott þrátt fyrir að aðeins hafi vantað upp á að það væri eins og kjötbollur sem búnar eru til úr kjöti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...