Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á Hólmavík.

Elías Jónatansson.

Stöðin annar fjórum bílum til viðbótar við þær stöðvar sem fyrir eru. Hvert tengi getur annað mest 240 kW. Orkubú Vestfjarða er einnig með stöðvar á Patreksfirði, Flókalundi, Bjarkalundi, Reyk­ hólum, Drangsnesi, Djúpavík, Reykjanesi, Hvítanesi, Ísafirði, Þingeyri og Tálknafirði.

Á næstu vikum fara upp 22 kW stöðvar á Flateyri, Suðureyri og í Súðavík. Þá verða settar upp 180 kW hraðhleðslustöðvar í Bolungarvík, Bíldudal og í Mjólká núna í vor.

„Orkubúið telur mikilvægt að rafbílaeigendur hafi aðgang að einhvers konar hleðslu í öllum byggðarkjörnum á Vestfjörðum og hraðhleðslu í stærri byggðarkjörnunum. Með staðsetningu hraðhleðslustöðvar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er verið að stytta vegalengd á milli hraðhleðslustöðva frá Hólmavík til Ísafjarðar. Við lítum á hana sem góða staðsetningu þegar upp koma vandræði með færð yfir Steingrímsfjarðarheiðina, sem getur þýtt að bílar á suðurleið þurfi að snúa við og nái því ekki í hraðhleðslustöð á Hólmavík,“ segir Elías Jónatansson orkubússtjóri.

Á sama hátt segir Elías að hraðhleðslustöð, sem setja á upp við Mjólkárvirkjun, sé hugsuð til þess að mæta þörf þeirra bifreiða á suðurleið sem lenda í vandræðum vegna færðar á Dynjandisheiði. Auk þess sé staðsetningin nærri Dynjanda, sem er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. „Stöðin í Mjólká verður líka mikilvæg fyrir þá sem koma sunnan að þar sem í Flókalundi er einungis ein 50 kW stöð og erfitt að bæta þar við miklu afli vegna þess hve dreifikerfið þar er veikt,“ segir hann.

Þá má geta þess að Orkubúið setti tímabundið upp tvær 180 kW hraðhleðslustöðvar á Ísafirði um páskana vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Hægt er að finna allar stöðvar Orkubús Vestfjarða í appinu e1.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...