Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Margir sóttu um þrjár lausar lóðir fyrir skemmstu og þurfti að draga á milli umsækjenda. Deiliskipulagi verður hraðað sem kostur er svo hægt verði að bjóða nýjar lóðir með haustinu.
Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Margir sóttu um þrjár lausar lóðir fyrir skemmstu og þurfti að draga á milli umsækjenda. Deiliskipulagi verður hraðað sem kostur er svo hægt verði að bjóða nýjar lóðir með haustinu.
Líf og starf 21. júlí 2021

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglýstar lausar þar fyrir skemmstu og sóttu nokkuð margir um hverja lóð þannig að gripið var til þess að draga úr umsóknum. Í ljósi þessa áhuga er nú lögð áhersla á að hraða deiliskipulagi og hönnun fleiri lóða eins og kostur er. Stefnt er að því að hægt verði að úthluta nokkrum lóðum þegar á komandi hausti.

Skagafjörður eitt atvinnusvæði

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, segir ánægjulegt hversu mikinn áhuga fólk sýni því að búa í Varmahlíð. Raunar megi segja það sama um flesta þéttbýlisstaði í Skagafirði, íbúum hafi fjölgað á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð undanfarin ár. Þá sé einnig nokkuð um að fólk eignist skika á bújörðum og byggi hús hér og hvar í dreifbýlinu.
„Skagafjörður er eitt atvinnu­svæði, samgöngur eru góðar á milli þétt­býlisstaða og fólk býr þar sem það helst vill og ekur í sína vinnu ef hún er á öðru svæði en heimilið,“ segir Sigfús Ingi. Hann segir að mestu skipti að innviðir séu í lagi, s.s. hitaveita, ljósleiðari, raforku­tengingar og góðar samgöngur, þá geti fólk byggt hús þar sem það vill búa. Hann segir áhuga fyrir því að byggja íbúðarhús í Varmahlíð til þess að gera nýlegan, fyrir fáum árum var byggt þar eitt hús en síðan hafi verið fremur rólegt í nokkur ár. Framkvæmdir við tvö önnur hús eru þó komnar af stað þar og væntanlega hafist handa við íbúðabyggingar á þeim þremur lóðum sem úthlutað var nýlega, þannig að fimm hús séu í byggingu.

30 nýjar lóðir við Birkimel

Sigfús Ingi segir að unnið sé að deiliskipulagi við Birkimel í Varmahlíð, en þar stendur til að bjóða upp á um 30 nýjar lóðir. Gerir hann ráð fyrir að um tveir þriðju lóðanna verði undir einbýlishús og síðan verði það sem eftir stendur ætlað undir par- og raðhús. „Deiliskipulagsvinna stendur yfir og ef allt gengur að óskum er stefnan sú að bjóða fyrstu lóðirnar út síðla hausts eða snemma vetrar þannig að fólk geti hafist handa við undirbúning framkvæmda sem fyrst,“ segir Sigfús Ingi.
Í Varmahlíð eru grunnskóli og tónlistarskóli undir sama þaki en leikskóli í öðru húsnæði. Að sögn Sigfúsar Inga stendur til að ráðast í gagngerar endurbætur á núverandi húsnæði grunn- og tónlistarskóla til að auka notagildi þess og aðlaga að breyttum kennsluháttum. Stefnt er að því að leikskólinn fari undir sama þak en jafnframt er horft til þess að aðstaðan bjóði upp á talsvert mikla fjölgun nemenda í skólunum þremur.

Skylt efni: Varmahlíð | Deiliskipulag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...