Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Mynd / MHH
Fréttir 28. júlí 2016

Hótel Selfoss er stærsta hótel landsbyggðarinnar með 139 herbergi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í janúar 2016 var hafist handa við að byggja eina hæð ofan á Hótel Selfoss og innrétta 12 herbergi í tveimur efstu hæðunum yfir menningarsalnum. Því verki er nú lokið og er hótelið þar með stærsta hótelið á landsbyggðinni með 139 herbergi, þar af eru 40 ný herbergi. Öll nýju herbergin eru vel útbúin og fallega innréttuð svo að gestum líði sem best. Á hótelinu eru 10 herbergi hönnuð sérstaklega fyrir fólk í hjólastól. Þá er mikið lagt upp úr umhverfissjónarmiðum á hótelinu þar sem allt sem fellur til er flokkað og vörur eru fluttar stuttar vegalengdir. 
 
Upplifun númer 1, 2 og 3
 
„Okkar aðaláhersla er að uppfylla þarfir gesta okkar með huggulegum aðbúnaði í einstakri náttúru. Upplifunin er það sem gestir okkar eru að leitast eftir og leggjum við okkur fram við að uppfylla þær óskir. Með nýju herbergjunum var allt lagt upp úr þægindum og passað að þau væru sem huggulegust innréttuð. Á veggjunum eru myndir teknar af Ragnari Axelssyni, Rax, þar sem hin stórbrotna náttúra Suðurlands nýtur sín,“ segir Nína M. Pálmadóttir markaðsstjóri. Alls 110 starfsmenn vinna á hótelinu sem er fullbókað meira og minna í allt sumar og langt fram á haustið.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...