Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands
Fréttir 4. mars 2015

Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á Búnaðarþingi 2015 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld var fjöldi mála afreiddur. Þar á meðal ályktun sem felur í sér að öll áform um sölu á Hótel Sögu verða lögð til hliðar næstu þrjú árin, að minnsta kosti. 

Í ályktun þingsins um þetta mál segir m.a. að Bændasamtök Íslands eigi áfram og reki einkahlutafélagið Hótel Sögu ehf., a.m.k. í þrjú ár eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Í þessu felst að Bændasamtök Íslands eigi bæði fasteignina við Hagatorg og hótelreksturinn sem slíkan.

Nokkuð skiptar skoðanir voru meðal þingfulltrúa um hvort veita ætti stjórn heimild til að hefja að nýju söluferli á hótelinu eða ekki. Var máli ítarlega rætt á lokuðum fundum í dag og í kvöld og varð það að lokum niðurstaða meirihluta Búnaðarþingsfulltrúa í atkvæðagreiðslu, að veita ekki heimild til sölu.

Eins og kunnugt er var fyrirtækjaráðgjöf MP banka fengin til þess í nóvember á síðasta ári að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hótelinu. Lögðu fjórir hópar fram skuldbindandi tilboð, en ekkert þeirra tilboða þótti ásættanlegt að mati stjórnar BÍ og var þeim öllum hafnað í lok janúar.   

Stjórn Bændasamtakanna hefur á þessu Búnaðarþingi lagt fram rekstraráætlun félagsins til og með árinu 2020 og kynnt ítarlega. Stjórn Bændasamtaka Íslands lagði jafnframt fram erindi á Búnaðarþingi þar sem hún beindi því til þingsins að veita leiðbeiningu um hvernig best megi ávaxta þá eign sem nú er bundin í Hóteli Sögu ehf.

Eftir umræður í fjárhagsnefnd og í þinginu ályktaði Búnaðarþing 2015 um að Bændasamtök Íslands skuli ávaxta þessa eign með þeim hætti sem áður greinir í þessari ályktun. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...