Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Mynd / MHH
Fréttir 16. mars 2016

Hótel Rangá − Allt þjórfé gefið til góðgerðarmála

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, og starfsfólk hans hafa samþykkt að gefa allt þjórfé sem þar kemur inn til góðgerðarmála. 

„Það hefur aldrei tíðkast hérlendis að gestir veitingahúsa eða þeir sem kaupa aðra þjónustu þurfi að greiða þjórfé, eins og það kallast í útlöndum, en þar er það sums staðar nánast einu launin sem starfsfólkið fær fyrir vinnu sína,“ segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.

  Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hefur það færst í vöxt að þjórfé sé greitt. Víða um heim eru menn einmitt að reyna að hverfa frá þessu kerfi, meira að segja Bandaríkjamenn, þar sem laun þjóna eru jafnvel aðeins 250 til 400 krónur á tímann. Þeir þurfa svo að vera eins og rukkarar fyrir hönd veitingahússeigandans að fá upp í launin sín.   

Við ákváðum það  fyrir nokkrum mánuðum að þiggja ekki þjórfé. Við segjum gestunum hins vegar að við vitum að mörgum þyki ánægjulegt að leggja fram einhverja fjármuni sem virðingarvott fyrir góða þjónustu. Við bjóðum þeim að leggja fram peninga sem renna til góðra málefna og til að byrja með til björgunarsveita á svæðinu. Þetta hefur vakið afskaplega jákvæð viðbrögð meðal gesta okkar. Framlög gesta okkar fyrstu vikur ársins 2016 nema um 400.000 kr. og koma 200.000 kr. í hlut björgunarsveitanna á Hellu og Hvolsvelli,“ segir Friðrik. Sjálfur er hann á móti þjórfé. „Já, ég er alveg á móti því, við megum alls ekki innleiða það í íslenska ferðaþjónustu, starfsfólkið á bara að fá mannsæmandi laun.“ 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...