Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Horfa til trjátrefja í stað plasts
Fréttir 2. janúar 2020

Horfa til trjátrefja í stað plasts

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Í byrjun desember var haldin áhugaverð ráðstefna í Noregi um notkun á trjátrefjum í stað plasts við framleiðslu á ýmsum vörum svo sem umbúðum fyrir matvælaiðnað. Norska rannsóknarstofnunin RISE PFI, sem er viðurkennd fyrir ferla og vörur sem byggja á sellulósatrefjum áttu fulltrúa á ráðstefnunni.

Þetta fjallar um trefjar frá trjám, það sem við búum til pappír og umbúðir af í dag. Ekki er hægt að skipta út öllu plasti með trefjum unnum úr timbri í dag en nú er þróunarvinna í gangi með nýjar vörur sem byggja á þessari tegund af trefjum sem er hundrað prósent niðurbrjótanlegt í náttúrunni,“ segir Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI, og bætir við:

„Í Noregi eru framleiddar trefjar úr trjám en það eru mismunandi ferlar sem gefa okkur trefjar með mismunandi eiginleikum. Þetta eru efna- og eða vélrænir ferlar eða blanda af hvoru tveggja. Við framleiðsluna eru bæði notuð barr- og lauftré en í Noregi er mest af því fyrrnefnda. Enn sem komið er verður ekki auðvelt að fara úr plasti yfir í vörur sem framleiddar eru úr trjátrefjum. Það er mikill áhugi á því að finna eitthvað sem hægt er að nota í stað plasts og til að mynda mörg fyrirtæki sem í dag nota plastumbúðir sem horfa í möguleikana á því að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni lausnum.“   

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...