Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanförnum vikum, veiktist af iðrasýkingu og beinist grunur að menguðu neysluvatni.

Í umfjöllun á vef Matvælastofnunar um málið kemur fram að tilkynning hafi borist Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að einstaklingar sem höfðu gist á Rangárvöllum dagana 24.–26. júlí hefðu veikst af iðrasýkingu. Farið var samdægurs í eftirlitsheimsókn og vatnssýni tekin til rannsókna.

„Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna lágu fyrir föstudaginn 9. ágúst og bentu til E. coli- mengunar í vatni. Í kjölfarið fengu staðarhaldarar tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að upplýsa gesti um mögulega mengun. Næsta dag barst staðfesting þess að E. coli hafi greinst í vatnssýnum en þó í litlu magni. Þessar niðurstöður benda til mögulegrar mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kallar á frekari rannsóknir og aðgerðir,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar. 

Í umfjöllun Ríkisútvarpsins 13. ágúst var fjallað um málið og rætt við einn af eigendum Rjúpnavalla. Sagðist eigandinn ekki hafa vitað af mögulegri mengun fyrr en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kom á staðinn til sýnatöku og því hafði gestum staðarins ekki verið gert viðvart um að neysluvatnið gæti verið óhæft til drykkjar.

Matvælastofnun og sóttvarnalæknir voru upplýst um málið mánudaginn 12. ágúst. „Þriðjudaginn 13. ágúst var boðað til fundar stýrihóps í samræmi við verklag við rannsóknir á vatns- eða matarbornum hópsýkingum. Á þeim fundi voru fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Matvælastofnunar, sóttvarnalæknis, umdæmis-/ svæðislæknar Suðurlands og sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Á fundinum kom fram að um nokkurn fjölda fólks virðist vera að ræða sem voru á ferðalagi á þessu landsvæði en uppruni og orsök veikindanna hafa ekki verið staðfest. Upplýsingasöfnun var skipulögð með það að markmiði að kortleggja umfang málsins, þ.m.t. fjölda og ferðir þeirra sem veiktust. Heilsugæslan skipuleggur sýnatökur frá einstaklingum sem tengjast málinu,“ segir enn fremur í umfjöllun Matvælastofnunar.

Skylt efni: E. coli | Rangárvellir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...