Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hong Kong-kjúklingur og ljúffeng grillspjót
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. ágúst 2018

Hong Kong-kjúklingur og ljúffeng grillspjót

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Við ferðumst til Singapúr í þessum pistli en endum í grænmetisgrilli á íslenskri útihátíð.
 
51 árs kokkur á matarbás í Singapúr hefur notið heims­athygli fyrir Hong Kong-stíl af sojasósukjúkling með núðlum eða hrísgrjónum. Þetta er ómetanleg uppskrift sem hann lærði í Hong Kong fyrir 35 árum og hefur skilað honum Michelin-stjörnu! Rétturinn samanstendur af hægsoðnu og mjúku kjúklingakjöti í laug af dökkri sojasósu, sem venjulega fylgir núðlum eða hrísgrjónum og chili sósu. Ég var í Singapúr á dögunum og fékk að smakka réttinn á ódýrasta Michelin- veitingastað í heimi. Hér er eftirlíking af Michelin sojasósu-kjúklingaréttinum frá Singapúr. 
 
 
Hong Kong-kjúklingur fyrir 5–6 manns
 
Hráefni:
  • 10 kjúklingabitar, skolaðir og þurrkaðir með klút
  • 1 msk. salt
  • 4 rif hvítlaukur, marinn
  • 8 sneiðar af ferskum engifer
  • 6 vorlaukar 
  • Fyrir soðvökva:
  • 3/4 bolli ljós sojasósa
  • 1/4 bolli dökk sojasósa
  • 3 bollar vatn
  • 3 msk. hrísgrjónavín eða edik
  • 2 msk. sykur
  • Ögn af hvítum pipar
Aðferð
Fyrst skal bæta við matarolíu í heitan pott og hræra engifer, hvítlauk og vorlauk út í og elda á lágum hita þar til þetta er aðeins mjúkt. Nú getur þú bætt við sojasósu ásamt vatni. Leyfðu því að sjóða áður en þú setur sykur og hrísgrjónavín eða edik. Lækkið hitann og látið malla. Bætið kjúklingnum í og eldið í aðra 15–20 mínútur þar til að kjúklingurinn er fullsoðinn. Takið síðan kjúklinginn úr soðvökvanum. 
 
Og þarna hefur þú það – ljúffengur einfaldur Michelin-réttur  í Hong Kong-stíl! Berið fram með hvítum hrísgrjónum eða núðlum og bætið  í chiliolíu til að krydda upp réttinn.
 
 
Grænmetis grillspjót
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1 stk. gul paprika
  • 1 súkkíni
  • 180 g sveppir
  • 2 rauðlaukur
  • 1 ferskur rauður chili
  • 1 sítróna
  • ólífuolía
  • 2 greinar af fersku rósmarín
  • 200 g kirsuberjatómatar
Aðferð:
Setjið 12 tréspjót í bakka af köldu vatni til að bleyta upp viðinn – þetta mun seinka því að þau brenni.
 
Skerið grænmetið til í 2 cm bita og setjið í stóra skál.
 
Skerið sveppina í helminga eða fjórð­unga, allt eftir stærðinni, bætið í skálina.
 
Skrælið laukinn og bætið í skálina. Skerið chili og kryddjurtir. Fínt saxað og bætið í skálina. Notið fínt rifjárn og rífið af sítrónuberkinum til þess að krydda. Bætið kirsuberjatómötum við. Dreifið yfir 2 matskeiðum af ólífuolíu.
 
Blandið saman með hreinum höndum. Þræðið svo grænmetið upp á spjót.
 
Setjið á grillið á miklum hita og eldið í um það bil 8 mínútur, eða þar til eldað er í gegnum. 
 
Snúið á 2 mínútna fresti til að brúna á öllum hliðum – það gæti þurft að gera þetta í skömmtum. 
 
Berið fram með salati og hrísgrjónum eða brauði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...