Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Holta kjúklingur vottaður af „Íslenskt staðfest“
Fréttir 4. júní 2025

Holta kjúklingur vottaður af „Íslenskt staðfest“

Höfundur: Þröstur Helgason

Reykjagarður, sem framleiðir Holta kjúkling, hefur hlotið vottun upprunamerkingarinnar „Íslenskt staðfest“.

„Við hjá Reykjagarði erum gríðarlega stolt af því að hafa nú hlotið vottun „Íslenskt staðfest“,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Í því felst að við höfum nú heimild til að nota merkið og getum tengt það við okkar sterku og rótgrónu vörumerki, „Holta“ og „Heimshorn Holta“.“

Guðmundur segir að kannanir sýni að íslenskir neytendur kjósi íslenska framleiðslu umfram aðra séu þeir upplýstir. „Því miður eru merkingar oft og tíðum villandi og dæmi um að vörur sem eiga litla sem enga tengingu við Ísland séu skreyttar með merkjum sem gefa til kynna að um íslenska framleiðslu sé að ræða. Þetta alíslenska og vottaða upprunamerki Bændasamtakanna segir neytendum að þeir eigi að geta treyst því að um sé að ræða afurðir af íslenskum kjúklingi, sem alinn er og unninn við bestu mögulegu aðstæður. Fyrir það viljum við standa.“

Almennt segir Guðmundur að Reykjagarði þyki gríðarlega mikilvægt að vottuð íslensk upprunamerking sé til staðar. „Við hvetjum alla framleiðendur til að stökkva á vagninn þannig að merkinu og umgjörð þess vaxi fiskur um hrygg. Við þurfum að festa merkið í sessi og gefa það skýrlega í ljós að ef vara beri merkið sé hægt að treysta því að um íslenska vöru sé að ræða. „Íslenskt staðfest“ er rétta aðferðafræðin að okkar mati.“

Allar vörur undir merkjum „Holta“ og „Heimshorn Holta“ á smásölumarkaði eru með vottun, segir Guðmundur, en undanskildar séu 2–3 samsettar vörur undir Heimshornalínunni, sem eru í kryddhjúp eða raspi. „Kjöthlutinn þar er 100% íslenskur en því miður eru önnur hráefni eins og brauð- og kornflexraspur, krydd o.þ.h. ekki fáanleg af íslenskum uppruna.“

Holta er nýjasti framleiðandinn til þess að fá vottun hjá „Íslenskt staðfest“ en Grænegg hafa sömuleiðis nýlega fengið hana. Merkið er einnig farið að birtast á vörum Lambhaga, auk þess sem Sólskins og Ártangi hafa verið að bæta við vörum með merkinu.

Skylt efni: Íslenskt staðfest

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...