Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bændur á Hríshóli hófu slátt öðru sinni þetta sumarið á síðustu dögum júnímánaðar en það er harla óvenjulegt að hefja hann svo snemma.
Bændur á Hríshóli hófu slátt öðru sinni þetta sumarið á síðustu dögum júnímánaðar en það er harla óvenjulegt að hefja hann svo snemma.
Mynd / Ingvi Guðmundsson.
Fréttir 9. júlí 2014

Hófu seinni slátt í júní

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í gríðarlegan heyfeng um land allt, einu undantekningarnar eru þar sem ríkja sérstakar aðstæður eins og vegna kals sem á við um einstaka bæi,“ segir Sigurgeir Hreinsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Nýliðinn júní mánuður var einstaklega hlýr víðast hvar og  raunar voru bæði hita- og úrkomumet sett í þeim mánuði. 

Bændur í Eyjafirði hafa  margir lokið fyrsti slætti og náðu margir að klára síðustu dagana í júní, en það segir Sigurgeir raunar ekki óvenjulegt hin síðari ár í kjölfar þess að ný tæki og tækni hafa rutt sér til rúms við heyskap.  Sér vitanlega hafi bændur hins vegar ekki náð að hefja annan slátt í júní, en bændur á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit hófu slátt öðru sinni þetta sumarið síðustu dagana í júní.  „Það er heldur óvenjulegt og að ég held einsdæmi,“ segir hann.

Víða þarf að slá þrisvar í sumar

Þessi staða gerir að verkum að víða þarf að slá þrisvar og því má búast við að heyfengur verið með allra besta móti þegar upp verði staðið í haust.  „Það stefnir allt í að heyfengur verið gríðarmikill eftir sumarið.  Ég velti kannski meira fyrir mér núna hver gæði heysins verða en magnið,“ segir Sigurgeir en bætir við að vissulega hafi margir náð mjög fínum heyjum, en annars staðar hafi gras sprottið úr sér.
„Það er auðvitað ekki tímabært á þessari stundu að hafa áhyggjur af því hvort not verið fyrir allt það hey sem fæst eftir sumarið,“ segir Sigurgeir.
 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...