Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, og Flóvent frá Breiðsstöðum.
Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, og Flóvent frá Breiðsstöðum.
Fréttir 1. maí 2023

Hnífjöfn Meistaradeild

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var sigurvegari einstaklingskeppni Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum eftir æsispennandi lokakeppni sem fram fór í HorseDay­höllinni að Ingólfshvoli þann 14. apríl sl.

Meistaradeildin samanstendur af sex keppnisviðburðum í vetur þar sem átta lið með fimm knöpum innanborðs öttu kappi í átta keppnisgreinum. Fyrir lokakeppnisgreinina, 100 m skeið, var Árni Björn Pálsson með eins stigs forskot á Aðalheiði Önnu. Því þurfti annað þeirra einfaldlega að skeiða hraðar gegnum keppnishöllina. Þau fóru sprettina hins vegar hnífjöfn, á 5,66 sekúndum. Þar sem næstfljótasti sprettur Aðalheiðar Önnu var betri en hjá Árna hlaut hún stigi meira og því voru þau hnífjöfn í lok mótsins.

Aðalheiður hefur hins vegar stigið á verðlaunapall oftar í vetur og sigraði hún því einstaklingskeppni deildarinnar. Hún sigraði í keppni í fjórgangi og slaktaumatölti T2 á Flóvent frá Breiðsstöðum, var þriðja í 100 metra skeiði á Ylfu frá Miðengi og fjórða sæti í gæðingafimi á fyrrnefndum Flóvent. Árni Björn Pálsson var í öðru sæti og Konráð Valur Sveinsson í því þriðja.

Liðakeppnin var ekki síður spennandi. Þar enduðu einnig tvö lið jöfn að stigum en vegna árangurs innbyrðis sigraði lið Top Reiter sem skipað var knöpunum Teiti Árnasyni, Árna Birni Pálssyni, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur, Þórdísi Ingu Pálsdóttur og Konráði Vali Sveinssyni. Lið Hjarðartúns var í öðru sæti og Ganghestar/ Margrétarhof í því þriðja.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f