Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022
Fréttir 11. maí 2022

HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, hafa veitt Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun, HMS, viður­kenn­inguna Byggða­gleraugun 2022 fyrir árangursríka upp­byggingu starfsstöðvar stofnunar­innar á Sauðárkróki.

Byggðagleraugun er viður­kenning sem stjórn SSNV veitir til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlut­anum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður stjórnar SSNV og Aldís Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá HMS. Mynd / SSNV

Starfsstöðin hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um árang­ursríkan flutn­ing verkefna á landsbyggðina. Starfs­stöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfs­mönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið, segir á vef samtakanna.

„Stjórn HMS hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að ekki bara viðhalda starfsemi á Norðvesturlandi heldur að efla hana og styrkja. Frá því HMS var stofnað hefur stöðugildum á Sauðárkróki fjölgað um meira en þriðjung og í dag eru tæplega 30 starfsmenn sem tilheyra starfsstöðinni.

Það felast mikil tækifæri í að reka opinbera þjónustu á landsbyggðinni, starfsumhverfið er frábært og lífsgæði starfsmanna eins og best verður á kosið,“ segir Hermann Jónasson, for­stjóri HMS.

Ingibjörg Huld Þórðar­dóttir segir á vef samtakanna að eitt helsta baráttumál íbúa á Norðurlandi vestra hafi verið fjölgun starfa í landshlutanum, störf séu það sem skiptir mestu þegar kemur að því að fjölga íbúum og efla samfélögin. „Fjölgun opinberra starfa er einn liður í því. Það er afar ánægjulegt að finna skilning stjórnenda HMS á því hvaða tækifæri felast í því fyrir stofnanir að efla sínar starfsstöðvar á landsbyggðinni og það er þess vegna sem ákveðið var að veita HMS viðurkenninguna að þessu sinni,“ segir hún.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...