Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason
Fréttir 26. september 2018

Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar kannanir sýna að jafnhliða hlýnum Atlantshafsins vegna hlýnunar jarðar er veðurfar í Amason að breytast og regn að aukast.

Afleiðingar hlýnunar jarðar eru margvíslegar og má þar nefna hlýnun sjávar, bráðnun jökla og hækkun sjávar, fárviðri eru tíðari og þurrkar algengari og standa lengur yfir. Áhrifa hlýnunarinnar gæta víða og eru ekki staðbundin, því eins og stundum er sagt þá breytist veðrið á Íslandi þegar fiðrildi í Ástralíu blakar vængjunum. Breytingar á veðri á einum stað geta því haft áhrif á veðurfar annars staðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kínverskir og brasilískir vísinda­menn birtu nýlega niður­stöðu könnunnar á breytingum á úrkomu í Amason-frumskóginum í tímariti sem nefnist Environmental Researsch Letters.

Í greininni segir meðal annars að árinu í Amason sé skipt í regn- og þurrkatímabil og að samanburður á veðurfarsupplýsingum undan­farinna áratuga sýni að regntímabilið hafi verið að lengjast í báða enda. Auk þess sem úrkoma hefur aukist um 180 til 600 millimetra á ári.

Samkvæmt könnun greinar­höfunda helst aukin úrkoma í Amason í hendur við hlýnun sjávar í Atlantshafinu. Um 20% af ferskvatni heimsins á uppruna sinn í Amason-skógunum og uppgufun frá þeim á þurrkatímabilum er gríðarleg og hefur áhrif á veðurfar víða um heim. Allar breytingar á veðurfari í Amason munu því hafa ófyrirsjáanleg áhrif á veðurfar annars staðar í heiminum því slíkt er hið dásamlega samhengi alls í veröldinni. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...