Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur
Í deiglunni 25. ágúst 2015

Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur

Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson
Allt frá því er Þórir haustmyrkur nam land í Sel­vogi hafa sögur um veiðiskap ríkt yfir svæðinu. Í Hlíðarvatni fara bleikjurnar stækkandi. Grímur Thomsen yrkir um Gissur hvíta sem gerði heit þess í sjávarháska að reisa kirkju í voginum og meina fólki brottreið nema með metafla. Ein­hverjir hafa farið fisklausir úr vatninu en er þá oftast á ferðinni fólk með grillbúnað sem krefst langra þrifa. 
 
Best er að vera í Botnavík eða Kald­ós. Maður kastar út í þessar víkur og eykur líkurnar á veiði með því að heita á Strandarkirkju. Til er saga af konu sem veiddi svo mikið í Hlíðarvatni að bleikjan stefndi fjárhag hennar í voða. Hér er til bóta að þekkja línurnar, grennd taumanna, fælni fiskanna, dýpt miðanna og samræðu veiðitækjanna við vindáttirnar og sólskinið. Að morgni í Botnavík hættir þetta þó allt að skipta máli. 
 
Úti fyrir strönd niðar brimið og fjall­ið gín yfir vatninu. Berjalyng er á flestum hraunkoppum. Ný­dobbl­aður vinur í veiðiferð græj­ar flugustöng sem hann kann ekki alveg á. Þórir haustmyrkur rís upp úr gjótu. Hann sneiðir af manni höfuðið. Upp úr mosanum starir hausinn sem maður lagði hugsunarlaust frá sér. Heimleiðin úr Hlíðarvatni er mátulega löng til að stinga honum aftur á sig og kaupa lottómiða á bensínstöðinni við Rauðavatn.
 
/Úr Íslenskri vatnabók

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f