Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Hlíðarvatni í Selvogi.
Frá Hlíðarvatni í Selvogi.
Í deiglunni 28. júní 2017

Hlíðarvatn í Selvogi

Höfundur: Gunnar Bender
Það voru nokkrir aðilar að veiða frá þeim veiðifélögum sem eiga veiðirétt í Hlíðarvatni í Selvogi þegar boðið var frítt að veiða í vatninu.  Eggert Sk. Jóhannesson kíkti í veiði í Hlíðarvatn þá og sagði menn vera að fá einn og einn silung en veiðin hefði mátt vera betri.
 
„Ég var mættur við vatnið klukkan tíu í morgun og var að veiðum í nágrenni við veiðihús Stakkavíkur. Ég var með netta flugustöng og notaði þessar klassísku flugur fyrir Hlíðarvatn. Auk þess tók ég með um hálfrar aldar gamlar flugur sem ég nota alltaf í veiði til heiðurs afa heitnum, Eggerti Skúlasyni frá Patreksfirði, en hann hefði orðið 100 ára á næsta ári. Flugurnar hans klikka aldrei þótt áratugirnir líði enda standast bæði handbragðið og snilldin á bak við hnýtingarnar tímans tönn.
 
Vatnið var frekar kalt en það var sól og lofthiti var 16–17 gráður þegar heitast var og því fínt að viðra sig í fallegu umhverfi og taka rykið af græjunum. En svo eru aðrir veiðitúrar framundan í sumar og þar eru mest spennandi Selá og Laxá í Aðaldal  þar sem þeir stóru halda sig – tuttugu plús. 
 
Við höfum kynnst þeim vel og við erum fáeinir  vinir sem komum þar árlega saman og eigum þar frábærar stundir og þegar að sett er í hann, þá er varla til meiri gleði og ánægja.“ 
 
Margir mættu að veiða við Hlíðarvatn, vatnið er skemmtilegt og veiðivon töluverð. Hlíðarvatn er eitt fengsælasta veiðivatn landsins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f