Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Arnheiður María með þá Brownies og Snjó.
Arnheiður María með þá Brownies og Snjó.
Mynd / UMFÍ
Fréttir 8. október 2025

Hlaupið og hoppað

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Hobbíhestaæðið hefur náð til Íslands en keppt var í greininni í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. Hobbíhestar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin ár og eru vinsældir þeirra alltaf að aukast og eru íslensk börn þar ekki undanskilin.

Það sem heillar við hobbíhestana, eða prikhestana, er að allir geta verið með. Í keppni fara þátttakendur í gegnum ýmsar hindranir og þrautir á hobbíhesti en til eru alþjóðlegar keppnisreglur um framkvæmd mótanna.

Þær Arnheiður María og Dóra kynntust í gegnum Hobbíhestana en Arnheiður býr á Húsavík og Dóra í Hafnarfirði. Hér eru þær saman á unglingalandsmóti UMFÍ, Arnheiður á Brownies og Dóra á Gauk. Mynd/Aðsend

Mæðgurnar Guðný María Waage og Arnheiður María Hermannsdóttir Waage stóðu fyrir fyrsta viðburðinum með hobbíhesta á Íslandi á Húsavík í mars á þessu ári.

„Ég var búin að fylgjast með dóttur minni og vinkonum hennar á þessum prikhestum í alls konar æfingum og leikjum. Ég ákvað því að spyrja hagsmunasamtök barna á Húsavík um að fá að halda mót og til að hópa krakkana saman. Það heppnaðist mjög vel en um 30 börn tóku þátt og var hlaupið og hoppað í tvo klukkutíma,“ segir Guðný María, en hún fann fyrir ótrúlegum stuðningi frá samfélaginu.

„Hagmunasamtökin bjuggu til 30 hesta fyrir okkur, okkur að kostnaðarlausu, með stuðningi frá Trésmiðjunni Rein hér á Húsavík. Krakkarnir fengu síðan að mála og skreyta þá á laugardeginum og á sunnudeginum kepptu þau á þeim á mótinu. Þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt sem sameinar hreyfingu og sköpun en þarna fær ímyndunaraflið að ráða för.“

Hafa margir síðan bæst við í hópinn með þeim mæðgum en hún stofnaði hóp á Facebook, Hobby horse á Íslandi, sem áhugasamir geta gengið í. Síðasti viðburður hobbíhesta á Íslandi var nú á hobbíhestamóti á Landsmóti UMFÍ sem fór fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...