Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hlaðinu“ sem Samtök fyrirtækja í landbúnaði gefur út.

„Við höfum fundið fyrir miklu ákalli frá þeim sem starfa í landbúnaði og tengdum störfum eftir aukinni umfjöllun um landbúnaðarmál fyrir kosningarnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og þáttastjórnandi.

Þættirnir eru fimm talsins en í hverjum þætti koma fram fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi.

„Í þáttunum eru fulltrúar flokka spurðir um stefnu síns flokks, áherslur í tengslum við búvörusamninga, tollamál og fleira,“ segir Margrét. Fyrsti þátturinn fór í loftið á þriðjudag og verða þeir gefnir út jafnt og þétt í þessari viku og þeirri næstu.

„Það hefur verið ánægjulegt að setjast niður og ræða málin á meiri dýpt en hefur kannski verið það sem af er kosningabaráttunni. Með þáttunum viljum við varpa skýrara ljósi á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem brenna á landbúnaðinum,“ segir Margrét.

Þættirnir „Á hlaðinu“ eru aðgengilegir á heimasíðunni safl.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f