Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Gömul hlaða sem notuð var sem vélageymsla fyrir Hvanneyrarbúið hrundi þegar ofsaveður gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Flest tækin sluppu án mikils tjóns.
Gömul hlaða sem notuð var sem vélageymsla fyrir Hvanneyrarbúið hrundi þegar ofsaveður gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Flest tækin sluppu án mikils tjóns.
Mynd / Hvanneyrarbúið
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrúar. Það var í Mávahlíð utarlega í Lundarreykjadal í Borgarfirði.

Húsnæðið er gömul hlaða sem hefur verið nýtt sem geymsluhúsnæði fyrir landbúnaðartæki. Tjónið uppgötvaðist þegar óveðrið hafði gengið yfir, en enginn er búsettur í Mávahlíð. Við hlöðuna stóðu áður fjárhús sem voru nýtt af Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Egill Gunnarsson, bústjóri Hvanneyrarbúsins, segir húsið hafa verið bárujárnsklædda timburgrind á steyptum sökkli. Altjón var á hlöðunni og er búið að fjarlægja brakið af staðnum. „Timbrið var mjög gott í henni enn þá, en það sem olli því að hún fauk er að það voru ryðgaðir múrbolta í sökklinum og dregararnir voru fúnir. Það eru neðstu spýturnar í timburgrindinni,“ segir Egill.

Vélarnar sem voru geymdar inni í hlöðunni sluppu flestar án mikils tjóns. „Það er ekkert sem skiptir máli á þeim sem er sérstaklega ónýtt. Það er mikið hægt að laga með slaghamri og sum tækin sluppu algjörlega ósködduð. Ég setti ekki viðkvæm tæki þarna inn, eins og áburðardreifara eða dráttarvélar. Þetta eru mest jarðvinnutæki, en þau eru bara úr járni og stáli og ekkert pjátur. Svo voru þarna þrjár rakstrarvélar, ein heyþyrla og einn gamall heyhleðsluvagn. Það eru tækin sem ég þarf að athuga hvort að snúist rétt og eðlilega,“ segir Egill.

Tækjunum hefur verið komið fyrir á Hvanneyri og reiknar Egill með að flest verði geymd úti það sem eftir lifir vetrar, enda stutt í að fyrstu vorverkin hefjist. Á meðan veðrið gekk yfir var Egill á Hvanneyri. „Mér fannst það nú bara fínt þar. Þetta lá í sunnan- og suðvestanátt og þá er mjög hvasst á Hvanneyri, en það verða aldrei svona ofboðslegar hviður eins og það verður þegar veðrið er meira suðaustan. Þetta var mun verra uppi á Hesti og í Mávahlíð og ég veit að þetta var mjög vont uppi í Skorradal,“ segir Egill.

Aðspurður um góð lokaorð segir Egill glettinn: „Geturðu opnað söfnunarreikning fyrir nýrri vélaskemmu?“

Skylt efni: óveður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...