Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til að hækka svokallað smæðarálag til minni hjúkrunarheimila? Á að breyta fjármögnun minni hjúkrunarheimila til að auka sveigjanleika í greiðsluþátttöku hins opinbera?

Þetta voru spurningar mínar til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í mars. Rekstur margra minni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni er erfiður og sveitarfélög sem skila rekstri hjúkrunarheimila til ríkisins óttast það mörg hver að hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu verði lögð niður. Óttinn er líka sá að hjúkrunarheimilin verði sameinuð öðrum heimilum á sama landshluta og að fólk verði jafnvel flutt hreppaflutningum. Hér er um gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar, ekki síst smærri byggða.

Ekki fer á milli mála að þörf er á gríðarlegri fjölgun hjúkrunarrýma miðað við löngu fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki tryggt að uppbygging nýrra hjúkrunarheimila gangi greiðlega. Hún hefur einnig ekki sinnt skyldum sínum um að fjármagna með viðhlítandi hætti rekstur þeirra hjúkrunarheimila sem fyrir eru. Mikilvægt er að uppbygging og fjármögnun taki til alls landsins og tekið verði til landsbyggðarinnar og smærri hjúkrunarheimila í smærri byggðum.

Í áðurnefndum fyrirspurnatíma spurði ég heilbrigðisráðherra einnig um það hvort smærri hjúkrunarrými á landsbyggðinni þurfi ekki aukið fjármagn. Fjárveitingar til hjúkrunarheimila skiptast í nokkra mismunandi þætti, en einn mikilvægur hluti þeirra er hið svokallaða smæðarálag. Fjármunir undir þessum lið fara til minnstu hjúkrunarheimila landsins sem mörg hver eru í smærri byggðum út um landið allt. Smæðarálaginu er ætlað að jafna að hluta mismun í rekstrarkostnaði milli minni og stærri hjúkrunarheimila.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa kallað eftir því að smæðarálagið verði hækkað um 150 milljón krónur í umsögnum sínum við bæði fjárlög þessa og síðasta árs. Hækkun á smæðarálaginu myndi renna hlutfallslega meira til allra minnstu hjúkrunarheimilanna. Smæðarálagið hefur hækkað en betur má ef duga skal til að tryggja viðundandi rekstrargrundvöll minni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Rekstur hjúkrunarheimila á landsbyggðinni er áfram erfiður þrátt fyrir greiðslu smæðarálagsins og þurfa sveitarfélög iðulega að leggja hjúkrunarheimilum til viðbótarfjármagn.

Hér er um gríðarlega mikið réttindamál að ræða hvað varðar rétt aldraðra til að dvelja síðasta hluta ævi sinnar í heimabyggð. Við getum ekki horft fram hjá því þegar verið er að leggja niður hjúkrunarheimili á landsbyggðinni á meðan við stöndum frammi fyrir gríðarlegri þörf á fjölgun hjúkrunarrýma.

Ég tel mjög mikilvægt að halda utan um fjölbreytileikann í rekstri hjúkrunarheimila, að þetta safnist ekki allt saman í fá stór stofnanavædd hjúkrunarheimili hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Við verðum að taka tillit til íbúa héraða úti á landi, fólks sem vill dvelja síðasta hluta ævinnar í byggðarlagi sínu, í sinni sveit, í sínu héraði og þá með sínu heimafólki.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...