Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

Ljóðabókin ber heitið Hjartað varð eftir og hefur að geyma rúm fjörutíu ljóð. Þau eru mörg náttúrutengd og fjalla m.a. um hversdaginn, ást, trega og hvar ung manneskja staðsetur sig í tilverunni.

Ása Þorsteinsdóttir er fædd árið 1999. Hún ólst upp á Unaósi í Hjaltastaðarþinghá og tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Ása ákvað ung að hún ætlaði að verða skáld og hefur verið að yrkja ljóð frá sex ára aldri. Árið 2022 stofnaði Ása ásamt fjórum vinkonum ljóðakollektívuna Yrkjur sem staðið hafa fyrir upplestrarkvöldum og ristlistarvinnustofum í Reykjavík. Ása stundar nú kennaranám við Háskóla Íslands og hyggst verða íslenskukennari. Hjartað varð eftir er fyrsta ljóðabók Ásu en áður hafa birst ljóð eftir hana í Bók sem allir myndu lesa (2016) og Farvötn (2024).

Hjartað varð eftir er gefin út af Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Bókin er 53 síður og prentuð í Leturprenti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f