Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hrísgrjónaakur í Japan. Hnattræn hlýnun hefur leitt af sér lakari uppskeru.
Hrísgrjónaakur í Japan. Hnattræn hlýnun hefur leitt af sér lakari uppskeru.
Mynd / ál
Utan úr heimi 3. júlí 2025

Hiti ógnar hrísgrjónarækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Koshihikari, sem er vinsælasta hrísgrjónayrkið í Japan, hefur þrifist illa á heitum sumrum og birgðir í landinu eru litlar. Unnið er að kynbótum til að bregðast við hnattrænni hlýnun.

Í Japan eru háir verndartollar til þess að vernda innlenda hrísgrjónaframleiðslu. Erfitt reyndist að anna eftirspurn með uppskeru síðasta árs og bar á tómum hillum í verslunum. Stjórnvöld hafa sótt í neyðarbirgðir til að bregðast við skorti. Frá þessu er greint í New York Times.

Efnahagurinn í landbúnaðarhéraðinu Niigata byggist að mestu leyti á hrísgrjónarækt. Á síðasta ári voru eingöngu fimm prósent Koshihikari-uppskerunnar í hæsta gæðaflokknum, sem selst fyrir betra verð. Að jafnaði hafa meira en 80 prósent framleiðslunnar í Niigata verið af hæstu gæðum.

Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins í Niigata vinnur nú að þróun nýs yrkis sem getur komið í staðinn fyrir Koshihikari. Á það að þola það hitastig sem gera má ráð fyrir í lok aldarinnar, en síðasta sumar var meðalhitinn í Niigata rúmar 30 gráður, sem er tíu gráðum yfir kjörhita hrísgrjónaræktunar.

Shinnosuke nefnist eitt af þeim yrkjum sem hafa komið úr þeirri vinnu. Hefur það gefið góða raun og stóð það af sér hitabylgju síðasta sumars. Það er hins vegar ekki með eins mikið þol gagnvart sveppasýkingum og eru neytendur hrifnari af Koshihikari-grjónum.

Margir bændur eru ekki hrifnir af því að skipta Koshihikari út fyrir Shinnosuke þar sem bragðgæði þess síðarnefnda þykja ekki fullnægjandi. Er því unnið að því að þróa fyrrnefnda yrkið á þann hátt að það þoli meiri hita. Vísindamenn við Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins í Niigata segjast hafa náð að einangra gen sem gera hrísgrjón hitaþolin, en það tekur tíu til fimmtán ár að þróa yrki.

Skylt efni: Japan | hrísgrjónarækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f