Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Fréttir 13. janúar 2020

Hissa, glöð og þakklát

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Land­búnaðar­háskóla Íslands, hlaut 1. janúar síðastliðinn riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

„Fyrst þegar ég heyrði að orðuveitingunni varð ég orðlaus og hissa. Því næst varð ég glöð og hreykin yfir því að einhverjir telji að starf mitt í þágu garðyrkju sé þess virði að mér hlotnist þessi heiður. Seinna hugsaði ég að kannski er maður ekki besti dómarinn á eigið starf og að líklega telja aðrir að ég sé að gera eitthvert gagn. Satt best að segja kom orðuveitingin gersamlega flatt upp á mig og mér hafði aldrei dottið þetta í hug sjálf og ég er mjög þakklát þeim sem stóðu fyrir þessu,“ segir Guðríður.

Að sögn Guðríðar hefur hún fengið ótrúlega jákvætt viðmót frá ólíklegasta fólki eftir veitinguna og að ókunnugt fólk hafi jafnvel óskað henni til hamingju á förnum vegi og ekki laust við að hún sé montin að hafa fengið orðuna.

„Ég lít ekki síður á orðuveitinguna sem viðurkenningu fyrir íslenska garðyrkju og garðyrkju sem fagi. Garðyrkja á Íslandi er fremur ungt fag og hefur stundum átt á brattann að sækja. Áhugi á garðyrkju er samt alltaf að aukast og mikið af ungu fólki sem hefur áhuga á ræktun og vill starfa innan greinarinnar. Persónulega held ég að Íslendingar séu sífellt meira að opna augun fyrir gildi ræktunar og hvað möguleikarnir eru miklir. Bæði á sviði matvælaframleiðslu og hversu mikið ræktun getur breytt umhverfinu til góða.

Uppfært 15. janúar

Rætt var við Guðríði í þættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni, sem er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f