Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tvær konur mylja hirsi í mortéli með stöplum.
Tvær konur mylja hirsi í mortéli með stöplum.
Mynd / Emmanuel Offei
Utan úr heimi 18. janúar 2023

Hirsi í hávegum haft

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Árið 2023 er alþjóðlegt ár hirsis (e. millet) samkvæmt yfirlýsingu Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) mun leiða átaksverkefni undir myllumerkinu #IYM2023.

FAO ætlar að róa að því öllum árum að stuðla að meiri framleiðslu og neyslu á hirsi núna á árinu. Mynd / FAO

Hirsi er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna, sem notuð eru til manneldis og sem fóður. Hirsi hefur verið í fæðukeðju manna frá örófi alda og verið undirstöðufæða þjóða Afríku sunnan Sahara og í Suðaustur-Asíu.

Fræin eru minni en fræ þeirra tegunda sem flokkast sem korn. Hirsi er harðger planta og þeim hæfileikum búin að geta vaxið í þurrum og næringarsnauðum jarðvegi. Því telja aðstandendur átaksverkefnis FAO hirsi vera tilvalin til ræktunar á þeim rýru svæðum sem farið hafa halloka í baráttunni við loftslagsbreytingar.

FAO ætlar því að nýta árið til að beina athygli að plöntunum og afurðum hennar. Þannig vilja þau stuðla að sjálfbærri framleiðslu á hirsi og undirstrika framleiðslumöguleika þess. Bent er á að aukin ræktun hirsis geti stuðlað að betra fæðuöryggi þjóða sem treysta á innflutt korn.

Páfagaukur á perluhirsi á Indlandi en þar er ræktunin umfangsmest. Mynd / Sagar Paranjape

Næringargildi hirsis er fjölbreytt og inniheldur það trefjar, góð steinefni og prótein, auk þess sem það er án glútens. Er átakinu ekki eingöngu ætlað að leggja grunn að grundvallarfæðuframleiðslu þjóða sem búa við bág kjör, heldur er einnig vonast til að tilraunaglaðir Vesturlandabúar sjái sóma sinn í að gera hirsi hluta af nútíma borgarfæðu, smábændum í fátækari ríkjum Afríku og Asíu til hagnaðar.

Framleiðsla og eftirspurn hirsis hefur dregist saman samhliða aukinni neyslu á hveiti, maís og hrísgrjónum. Heimsframleiðsla hirsis var um það bil 30 tonn árið 2020 og er langmest framleitt í Indlandi, eða um 12,5 tonn.

Önnur stærri framleiðslulönd eru Níger í Afríku, Kína, Nígería, Malí og Eþíópía.

Með því að koma hirsi betur á framfæri við neytendur víða um heim binda aðstandendur átaksverkefnisins vonir við að framleiðsla aukist. Lítil utanríkisverslun á sér stað með hirsi en ef framleiðslan eykst gæti hirsi orðið plássfrekara í matvælakerfi heimsins og treyst fæðuöryggi víða.

Með því að hvetja til aukinnar ræktunar og framleiðslu á hirsi víðs vegar vill FAO stuðla að skilvirkari, viðnámsþolnari og sjálfbærari matvælakerfi, mönnum og umhverfi til bóta.

Skylt efni: hirsi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...