Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er lengst til vinstri.
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er lengst til vinstri.
Mynd / Klúbbur matreiðslumanna
Fréttir 21. mars 2018

Hinrik á Grillinu fékk silfur á Norðurlandamótinu Nordic Chef Junior

Höfundur: smh

Matreiðslumaðurinn Hinrik Örn Lárusson, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, vann silfurverðlaun í Norðurlandamótinu Nordic Junior Chefs sem fór fram í Herning í Danmörku síðastliðinn þriðjudag.

Samhliða þeirri keppni var keppnin Nordic Chef Of The Year og framreiðslukeppnin Nordic Waiter Of The Year. Hafstein Ólafsson frá Sumac Grill + Drinks, sem bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017, keppti í matreiðslukeppninni og í framreiðslunni keppti Lúðvík Kristinsson frá Grillinu. Þeir komust ekki á verðlaunapall.

Mótshald samhliða Foodexpo

Sænski keppandinn bar sigur úr býtum í Nordic Chef Junior og sá finnsku varð í þriðja sæti.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

Hinrik Örn Lárusson á Grillinu, silfurverðlauna­hafi í Nordic Junior Chefs. 

„Mystery basket“-fyrirkomulag

Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara kemur fram að fyrirkomulag matreiðslukeppninnar hafi verið svokallað „„mystery basket“-snið þar sem keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir keppni og skila síðan af sér þriggja rétta matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.

Framreiðslumaðurinn vinnur með matreiðslumönnum við þjónustu á keppnismatnum og þarf einnig í keppninni að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum við pörun á vínum við réttina og að útbúa kokteila.

Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar var Þráinn Freyr Vigfússon frá Sumac Grill + Drinks. Þjálfari Hinriks var Sigurður Laufdal yfirmatreiðslumaður á Grillinu.

Thelma Björk Hlynsdóttir, frá Grillinu, þjálfaði Lúðvík og dæmd jafnframt í framreiðslukeppninni.  

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...