Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hinir óæðri
Mynd / Bbl
Skoðun 21. ágúst 2020

Hinir óæðri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það eru mikil átök í fræðslumálum sem  snerta landbúnaðinn um þessar mundir. Má segja að þau átök kristallist í því að fagfólk í garðyrkju hafi séð sig knúið til að stofna Garðyrkjuskóla Íslands. 
 
Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi hefur margoft komist í umræðuna á liðnum árum vegna fjársveltis. Einhvern veginn hefur þótt við hæfi að skilja þennan fagskóla garðyrkjunnar eftir úti á jaðrinum þegar komið hefur að viðhaldi og endurbótum húsnæðis. Á sama tíma hefur ekkert skort á fjármagn við byggingu bóknámsskóla og skóla á háskólastigi. Það að færa skólann á Reykjum undir háskólastigið og gera hann að einingu í Landbúnaðarháskóla Íslands virðist alls ekki hafa lagað ástandið heldur þvert á móti.
 
Fagskóli í garðyrkju stendur í eðli sínu mun nær iðnskólum og í sumum greinum skrúðgarðyrkjunnar skarast námið meira að segja við iðngreinar eins og múrverk. Í þessu eðli skólans liggur sennilega hundurinn grafinn. Það hefur nefnilega verið lenska hjá pólitískum ráðamönnum í menntakerfinu áratugum saman að flokka skóla í virðingarstiga, meðvitað eða ómeðvitað. Þannig hafa verkmenntaskólar eins og iðnskólar og aðrir skólar af þeim toga nær alltaf átt undir högg að sækja. Greinilegt er líka að litið hefur verið á fólk sem útskrifast með fagmenntun sem óæðri persónur í menntakerfinu en það fólk sem útskrifast með háskólagráður upp á vasann. Þetta hafa verið eins og skítugu börnin hennar Evu, eins og sést best á því að skólar á háskólastigi hafa gjarnan verið nefndir „æðri“ menntastofnanir. Jafnvel þótt háskólagráðufólkið þurfi svo að ganga um atvinnulaust árum saman vegna offramboðs í einhverri greininni.  
 
Vonir hafa verið bundnar við það á síðustu árum og misserum að ráðamönnum væri að takast að snúa þessari misskiptingu í menntakerfinu við. Enda hefur blasað við eftir efnahagshrunið 2008 að þjóðina sárvantaði fleiri hendur til starfa með þekkingu í faggreinum. 
 
Þegar aðkeypts vinnuafls fagmenntaðs verkafólks naut ekki lengur við eftir hrunið kom í ljós að margar greinar þjóðfélagsins voru nær óstarfhæfar. Skortur var á menntuðum bifvélavirkjum, múrurum, smiðum, rafvirkjum, pípulagningamönnum, fisktæknifólki og fólki í fjölda annarra iðngreina. Það var hins vegar lítil eftirspurn eftir sprenglærðum hagfræðingum með fullri virðingu fyrir því fagi.
 
Meðal hugmynda um endurreisn þjóð­félagsins var að stórefla landbúnað og þá ekki síst garðyrkjuna. Gallinn var bara að þarna truflaði pólitíska hugsunin um mikilvægi menntagreina framgöngu málsins. Í stað þess að fara á fullt í að efla fagmenntun í garðyrkjunni virðist þetta hafa farið að snúast um að setja garðyrkjunámið sem hækju undir rekstur menntastofnunar á háskólastigi. Það var vísasta leiðin til að drepa upprunalegan tilgang með skóla eins og Garðyrkjuskólanum á Reykjum. 
 
Landgræðslustjóri hefur nú einnig blásið í viðvörunarflautur varðandi annan skóla sem er með snertiflöt við landbúnaðinn, eða Landgræðsluskólann. Þar gagnrýnir hann einmitt þann verknað að gera þann skóla, sem byggt hefur verið að mestu á fagþekkingu starfsmanna Landgræðslunnar, að deild í Landbúnaðarháskóla Íslands. 
 
Er ekki tími til kominn að yfirmenn menntamála í landinu fari alvarlega að hugsa sinn gang þegar horft er til iðn-, tækni- og annarrar fagmenntunar í landinu? Það fólk er ekkert ómerkilega en aðrir þegnar þjóðfélagsins, ekki frekar en rauðhærðir eða fólk með annan litarhátt en hvítan.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...