Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Menning 10. mars 2023

Himinn og jörð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húnaþings vestra er á fullu þessa dagana að æfa söngleikinn Himinn og jörð sem saminn var af leikstjóranum sjálfum, Ármanni Guðmundssyni.

Var handritið unnið í kringum lög Gunnars Þórðarsonar en einhverjir muna eftir plötu hans, Himni og jörð sem gefin var út 1981 og inniheldur sum laganna, sem alls eru sautján talsins í leikverkinu.

Verk Ármanns var samið sérstaklega fyrir leikflokkinn og fjallar um tilraunir geimvera frá plánetunni Gakóvest. Þær vilja komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn alheimsins sem einmitt er staðsett á jörðinni vegna þess að þar er ástin sterkasta tilfinningin. Eitthvað misreikna geimverurnar sig því ástin er enn hættulegri en þær gera sér grein fyrir. Danshöfundur er Chantelle Carey og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir en um 40 manns koma að söngleiknum.

Um er að ræða afar hressandi og skemmtilegan söngleik sem á erindi við alla aldurshópa. Sýnt verður í fimm skipti, dagana 5.-10. apríl, og hefjast sýningar kl. 21 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opnar húsið klukkustund áður og miðasalan fer fram á adgangsmidi.is.

8 myndir:

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...