Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir að taka heysýni.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir að taka heysýni.
Á faglegum nótum 17. september 2014

Heysýnataka og fóðuráætlanir

Höfundur: Jóna Þórunn Ragnarsdóttir

Nú hafa fóðurráðgjafar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins farið um víðan völl í heysýnatöku. Starfið hófst á Suðurlandi upp úr miðjum ágúst og alls er búið að fara á um 100 bæi á öllu landinu til heysýnatöku.

RML býður einnig upp á fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýrnar, en nú er mikill skortur á mjólk og því kjörið tækifæri til að nýta gróffóðuruppskeru sumarsins sem best.

Ráðgjafarpakkarnir eru tveir; Stabbi og Stæða. Stabbi nær yfir 8 tíma vinnu ráðunauts, en í honum er fóðuráætlanagerð, eftirfylgniheimsókn og vöktun verðefnainnihalds og nytja kúnna. Stæða er víðtækari ráðgjafarlausn (18 tímar) og inniheldur eina heimsókn til viðbótar, beitaráætlanagerð, úrlausnir við fóðrun, aðstoð við heilfóðurgerð, mat á fóðuröflun auk mats á holdafari og ástandi gripa. Þess að auki býður RML upp á sérsniðar pakkalausnir við fóðurráðgjöf, s.s. aðstoð við uppsetningu fóðurtaflna í mjaltaþjónum, einfalda heysýnatúlkun og almenna fóðurráðgjöf hvort sem gripirnir heita hross, sauðfé eða minkur og svo framvegis.

Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Fóðrun
hjá RML jona@rml.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...