Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina og biðu þess að koma heyinu í skip í Reykjavík sem sigldu til Austurlands. Höfðu heyflutningar staðið yfir veturinn 1965-1966, en segir í tölublaði Freys í desember árið 1969 að „Síðla vetrar, árið 1965, voru svellalög víða um land, einkum þó um austanvert landið. Til viðbótar ríkti svo mikill loftkuldi, sérstaklega um Austurland, allt fram um sólstöður. Var á vordögum ljóst, að dauðkalin jörð og sprettuleysi, allt frá Þistilfirði suður i Hornafjörð, og nokkuð utan þeirra marka, mundi valda stórfelldum hnekki á búskap bænda ef ekkert yrði að gjört.“ Vegna þessa tók Stéttarsamband bænda þá ákvörðun, að vegna þess hve naumur sauðgróður þar eystra var, skyldi flytja hey af nægtum Sunnlendinga austur, frekar en að kaupa erlenda fóðurvöru. Samanlagt voru um 3.800 lestir heys fluttar með bæði skipum og bílum, en bendir niðurlag greinarinnar í Frey til þess að ekki hafi verið um ákjósanlega vinnslu verks að ræða: „Eitt skal fullyrt, að flutningar á heyi með bílum og skipum á svipaðan hátt og gerðist veturinn 1965-66, verður aldrei endurtekinn. Aðrar og hagkvæmari aðferðir til þess að fullnægja fóðurþörf hljóta að verða nærtækari ef álíka atburðir herja búskap bænda öðru sinni.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f