Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Heyefnagreiningar – lykillinn að markvissri fóðrun
Á faglegum nótum 5. september 2025

Heyefnagreiningar – lykillinn að markvissri fóðrun

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson, ráðunautur í fóðrun hjá RML.

Sumarið 2025 virðist ætla að verða einstaklega gjöfult fyrir íslenskan landbúnað. Veðurfar og vaxtarskilyrði hafa leitt til metuppskeru víða um land og bændur standa nú frammi fyrir því verkefni að nýta allt þetta fóður á sem bestan máta. Í því samhengi er mikilvægt að minna á gildi heysýnatöku sem grundvöll að faglegri fóðuráætlanagerð.

Fóðurgildi heyja er ekki sjálfgefið

Fóðurgildi grasa getur verið mjög breytilegt eftir sláttutíma, áburðargjöf , gróðurfari, yrkjum, jarðvegi og veðri. Það er því ekki nægjanlegt að treysta á sjónmat eða reynslu einvörðungu – heyefnagreiningar auðvelda okkur að fóðra búfé á hagkvæman og heilbrigðan hátt. Sömuleiðis geta niðurstöður heyefnagreiningar verið verðmætt tól til að meta árangur áburðargjafarinnar og gefa vísbendingar um hvernig ætti að haga áburðargjöfinni næsta vor.

Hvað felst í heyefnagreiningum?

Við heysýnatöku eru tekin sýni úr nokkrum rúllum eða stöðum úr stæðum eftir að verkun er lokið (4–6 vikur frá pökkun) og þau send til efnagreiningar. Þar er meðal annars mælt:

  • Þurrefni
  • Prótein
  • Meltanleiki
  • Trénisinnihald (NDF)
  • Gerjunarafurðir
  • Steinefni

Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að reikna orkuna sem fóðrið skilar mismunandi búfénaði. Nýta má síðan niðurstöðurnar til að vinna fóðrunaráætlun sem tekur tillit til næringarþarfa dýranna á mismunandi vaxtarstigum – hvort sem um er að ræða sauðfé, nautgripi eða hross. Þá má sjá hvort það vanti eitthvert viðbótarfóður.

Ávinningur heysýnatöku og fóðuráætlana
  1. Markviss fóðrun – Bændur geta stillt af fóðurgjöf og tryggt að dýrin fái hvorki of mikið né of lítið af vissum næringarefnum með réttu viðbótarfóðri.
  2. Heilbrigði búfjár – Rétt samsetning fóðurs dregur úr meltingarvandamálum og bætir heilsufar.
  3. Afurðagæði og afköst – Betri nýting fóðurs skilar sér í aukinni framleiðslu og betri gæðum.
  4. Hagræðing í rekstri – Minni sóun og betri nýting á fóðri leiðir til lægri fóðurkostnaðar.
Hvenær og hvernig?

Best er að taka sýni úr heyi 4–6 vikum frá því að það var plastað. Oftast eru sýni tekin með þar til gerðum heysýnaborum. Ef tekið er sýni úr rúllum er rétt að taka sýni úr nokkrum rúllum til að ná sem mestum þverskurði. Ef nota á sýnin fyrir áburðarleiðbeiningar þarf að taka sýni úr stökum spildum en þegar nota á sýnin í fóðuráætlanir þurfa sýnin að endurspegla það sem á að gefa yfir veturinn. Hægt er að taka sýni saman úr svipaðri ræktun með svipaðan sláttutíma. Ef grænfóður verður hluti af fóðurgjöfinni væri rétt að taka sýni úr því. Þar sem heyjað er sérstaklega fóður fyrir geldkýr getur verið mjög gagnlegt að taka sýni úr því til að athuga hversu heppilegt fóðrið er fyrir geldkýr en þar getur steinefni haft mikil áhrif á heilsufar eftir burð.

Heysýnataka

RML býður upp á heysýnatökur og er hægt að panta sýnatöku á RML. is eða hringja í síma 516-5000. Ef bændur kjósa að taka sjálfir sýni þá má finna fylgiseðla fyrir heysýni á forsíðu RML.is undir Eyðublöð. Efnagreining ehf. á Akranesi annast heyefnagreiningar á Íslandi. Ef kúabændur eru að spá í fóðuráætlun ætti að setja þurrlegt hey í greiningu 4 en blautara í greiningu 6. Sauðfjárbændur ættu að horfa á greiningu 2 eða 3 og sömuleiðis hrossabændur nema að haka líka í greiningu 7 til að fá reiknuð orku- og próteingildi fyrir hross.

Fóðuráætlanir og túlkun

Þegar niðurstöður liggja fyrir hvort sem RML, bóndinn eða aðrir aðilar tóku sýnið, eru ráðunautar RML boðnir og búnir að aðstoða bændur við að túlka heysýnin og/eða vinna fóðuráætlun sé þess óskað. Markviss fóðuráætlun getur haft mjög jákvæð áhrif á búreksturinn því aðkeypt fóður er mjög stór útgjaldaliður á kúabúum og því til mikils að vinna að hámarka nýtinguna á aðkeyptu fóðri. Það getur verið kostnaðarsamt bæði að gefa of gott kjarnfóður þegar það er ekki þörf á því og að gefa of gæðalítið kjarnfóður þegar þess þarf. Algengast er að áætlunin sé unnin út frá því heyi sem bóndinn hefur ætlað í kýrnar og kjarnfóður er valið út frá heygæðum, tanksýnum, mjólkurskýrslum og áherslum bóndans. Reiknuð er fóðurtafla þar sem kjarnfóðurmagn er áætlað út frá nyt fyrir kýr á fyrsta mjaltaskeiði annars vegar og eldri kýr hins vegar.

Sjálfvirk fóðuráætlun í mjaltaþjónum

Ráðunautar RML geta sett upp sjálfvirkar fóðurtöflur í flestar tegundir mjaltaþjóna svo mjaltaþjónninn gefi kjarnfóður eftir fóðuráætluninni. Með þessu móti verður kjarnfóðurgjöfin nákvæmari og kýrnar fá kjarnfóður út frá nyt og ekki gleymist að minnka kjarnfóður við kýr sem eru farnar að lækka í nyt.

Skylt efni: heyefnagreiningar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...