Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Heydreifikerfi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydreifikerfi urðu vinsæl á níunda áratugnum og þóttu eitt mætasta tækið í tæknilegri framþróun. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði vaðið fyrir neðan sig og birti grein í blaðið Feyki árið 1987 með titlinum „Hættur af rafmagni samfara heyverkun“. Þar kom m.a. fram: „Ef heydreifikerfi er notað við hirðingu, þarf að hafa góða gát á blástursrananum, sem dregst sundur og saman samkvæmt kerfi, sem búnaðurinn er tengdur. Utan á rananum liggur raflögnin í lykkjum. Til styrktar rananum eru vírlykkjur, sem einnig hreyfast með honum. Fyrir kemur, að raflögnin flækist í vírlykkjunum með þeim afleiðingum að hún skaddast eða slitnar.“ Mikið var um tölvutengdar nýjungar á þessum árum og kynnir eitt fremsta innflutnings- og þjónustufyrirtæki markaðarins, Globus, sjálfvirkt heydreifikerfi á síðum Tímans árið 1980. Í kynningunni var sérstaklega tekið fram að „þetta tölvustýrða heydreifikerfi sem er það fullkomnasta á markaðnum er fyrir allar stærðir af hlöðum“.

Torfalækjarhreppur var annars sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 2005 er það sameinaðist nokkrum öðrum hreppum sýslunnar í Húnavatnshreppi. Í bókinni Úr sveitinni, Saga og ábúendur Torfalækjarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu, má vel fræðast um staðinn sem státar af hvorki meira né minna en
fimmtán manns sem fengið hafa fálkaorðuna. Geri aðrir betur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...