Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Edda Rún Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn LH og tekur þátt í skipulagningu Uppskeruhátíðarinnar, og með henni á myndinni er systir hennar, Jóna Margrét Ragnarsdóttir.
Edda Rún Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn LH og tekur þátt í skipulagningu Uppskeruhátíðarinnar, og með henni á myndinni er systir hennar, Jóna Margrét Ragnarsdóttir.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 13. nóvember 2023

Hestamenn rífa upp stemninguna

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Uppskeruhátíð hestamanna hefur verið haldin árlega af Lands- sambandi hestamannafélaga (LH) og Félagi hrossabænda.

Þátttaka hefur verið dræm síðastliðin ár en nú stendur til að rífa upp stemninguna.

Til margra ára voru uppskeru­hátíðir hestamanna haldnar við góðar undirtektir í glæsilegum veislusal Hótel Broadway en eftir að staðnum var breytt hefur uppskeruhátíðin verið á hálfgerðum hrakhólum. Til nokkurra ára var hátíðin haldin í veislusal Gullhamra en ekki hefur náðst að búa til sambærilega stemningu þar líkt og áður var.

Á uppskeruhátíðum hafa hesta- menn komið saman og glaðst ásamt því að þeir knapar og hrossaræktarbú sem skarað hafa fram úr á árinu hafa verið veittar viðurkenningar fyrir glæstan árangur.

Skipulagning uppskeruhátíðar hestamanna er hafin og fyrir undirbúningsnefnd fer Edda Rún Ragnarsdóttir, stjórnarmaður LH. „Uppskeruhátíð hestamanna fer fram 18. nóvember í Gamla bíói. Snillingarnir Jógvan og Friðrik Ómar munu veislustýra og þeir hafa lofað að það verði mikið hlegið. Ásamt því munum við bjóða upp á þriggja rétta kvöldverð. Svo mun Sigga Beinteins trylla lýðinn ásamt DJ Atla sem skemmtir fram á kvöld.“

Edda segir að stefnan sé að færa hátíðina í nýjan búning en þó að halda í gömlu góðu hefðirnar sem hafa skapast. „Okkur langar að koma uppskeruhátíð hestamanna á þann stall sem áður var, það mun örugglega taka smá tíma, en við vonum innilega að hestamenn séu til í þetta verkefni með okkur. Það væri gaman að sameinast og gleðjast yfir góðum árangri okkar hestamanna á liðnu tímabili.“

Verðlaun hátíðarinnar í ár verða stórglæsileg, sérhönnuð af Inga í Sign. Miðaverði er stillt í hóf og er miðasala hafin á lhhestar.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...