Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hernaður eggjaframleiðenda í UK
Fréttir 21. febrúar 2022

Hernaður eggjaframleiðenda í UK

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Vaxandi fjöldi eggjaframleiðenda á Englandi hefur snúið sér að nýtingu Androlis- og Taurrus ránmítla til að ná stjórn á rauðmítlastofnum er herja á hænsn þeirra. Einnig hefur svipuð aðferð verið kynnt er kemur að flugum, og þá eru vespur sendar á þær í stað ránmítla.

Það er stöðug barátta fyrir eggjaframleiðendur að halda fjölda rauðmítla í skefjum, sérstaklega þegar hlýnar í veðri. Yfir sumarmánuðina er líftími rauðmítla afar stuttur, allt að 7-8 dagar, sem gerir það að verkum að illa er hægt að hafa hemil á hraðri fjölgun þeirra eða atferli, sérstaklega þar sem þeir athafna sig helst að næturlagi.

Fyrstu merki um sýkingu í hænsnum eru oft blóðflekkótt egg eða blóðleysi, þá svefn og eirðarleysi en einnig bera fuglarnir smit. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér minnkun á eggjaframleiðslu þeirra og gæðum eggjanna sem þá hefur í för með sér efnahagslegt tjón fyrir eggjabændur. Talað er um að árlegur efnahagslegur kostnaður sé allt að 1 pund á hverja hænu.

Framleiðendur hafa löngum reitt sig á eiturefni til þess að losa sig við slíka pest sem mítlarnir og flugurnar eru, en hafa nú æ oftar rekið sig á að samkvæmt neytendalögum eru eiturefnin á undanhaldi og vörum þeirra skilað úr verslunum vegna of mikils eiturmagns í vöru. Eggjabændur brugðu þá á það ráð að leita eftir aðferðum er hægt væri að nýtast við í stað efnanna og eitt þeirra var að láta svokallaða ránmítla (predatory mites) herja á rauðmítlana og flugurnar.

Báðar tegundir ránmítlanna eru frumbyggjar í Bretlandi og finnast almennt í villtum fuglahreiðrum. Þeir skaða hvorki fugla, menn né umhverfið og eiga auðvelt með að ná til nær óaðgengilegra felustaða rauðmítlanna, öfugt við bæði eiturefni og menn.

„Ólíkt kemískum efnum eru engar líkur á því að fuglarnir beri skaða af og bætir heilsu þeirra til muna, þá ferskleika bæði kjöts og eggja sem þeir gefa af sér. Androlis- og Taurrus-mítlarnir vinna mjög vel saman með mismunandi áherslum er kemur að árás á rauðmítla.

Androlis nærast fyrst og fremst á ungum rauðmítlum og er mjög hreyfanlegt rándýr, á meðan Taurrus-mítlarnir fara hægar um, er gráðugra og étur hvað sem að kjafti kemur. Þegar kemur að því að etja þessum rauð- og ránmítlum saman er mælt með að dreifa þeim á gólf hænsnahússins, í hreiðurkassa og á rimla. Ránmítlarnir munu þá leita uppi rauðmítlana og neyta þeirra. Samkvæmt eðlilegri hringrás lífsins mun þeim svo fjölga á meðan hinum fækkar.

Flugur eru annað vandamál eggjaframleiðenda yfir sumarmánuðina, þar sem þær pirra hænur og dreifa sjúkdómum, sem þýðir að mikilvægt er að bregðast við snemma. Tekin var sú ákvörðun að reyna að etja svokölluðum „sníkju-geitungum“ (parasitic wasps) á flugurnar enda geitungar rándýr þeirra stofns. Þessi sérstaka tegund geitungs er þó ekki dæmi­gerð að stærð, lítt sýnileg dýrum og mönnum og í raun ekki mikið stærri en títuprjónahaus.

Geitungarnir eru fluttir á mögulegt varpsvæði flugna, t.d. í kringum saur eða á fóðrunarsvæði – en þar verpa þeir sínum eigin eggjum inn í eggjapúpur flugnanna þar sem eggin nærast á eggjum þeirra og þá fæðast meindýraflugurnar ekki heldur frekar geitungarnir ... Þessar hernaðarframkvæmdir eggjaframleiðenda virðast reynast vel og eru án efa umhverfinu hollari en eiturhernaðurinn áður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...