Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Herlirfan var fyrst skilgreind 1852
Fréttir 27. júlí 2020

Herlirfan var fyrst skilgreind 1852

Höfundur: HKr. / VH

Herlirfan eða herormurinn, Spodoptera frugiperda, gengur undir ýmsum nöfnum milli landa. Lirfan sjálf er afkvæmi mölflugu sem Svíar kalla maísflugu og lirfuna „Höstarmélarven“, en Norðmenn kalla fluguna „Majsugle“, eða kornuglu. Þá er fyrirbærið líka kallað haust-herormur á ensku líkt og á sænsku. 

Herlirfan er upprunnin í Mið-Ameríku og hefur verið skæð bæði í Bandaríkjunum og suður til Argentínu. Frá Suður-Ameríku barst hún til Afríku á sjötta áratug síðustu aldar. Þá hefur hún einnig náð fótfestu í Asíu. Nú óttast sérfræðingar að hlýnandi loftslag leiði til þess að mölflugan nái líka fótfestu í Evrópu og að herlirfan geti valdið evrópskum bændum miklum skaða.

Í raun eru til margar tegundir af því sem nefnt hefur verið herlirfa, en þekktar eru um 160.000 tegundir af mölflugum. Tegundinni Spodoptera, sem er sögð af Notuidae-ætt, var fyrst lýst af franska lögfræðingnum og skordýrafræðingnum Achille Guenée árið 1852. Gróflega hafa 30 tegundir herlirfa verið skilgreindar í sex heimsálfum.

Eins og Bændablaðið hefur áður greint frá þá hefur plága herlirfa herjað á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið miklum skemmdum á maís og mörgum fleiri nytjategundum og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...