Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norskir sauðfjárbændur gáfu löndum sínum að smakka lambakjöt fyrir utan 42 verslanir í sérstöku grill­átaki. Mynd / úr einkasafni.
Norskir sauðfjárbændur gáfu löndum sínum að smakka lambakjöt fyrir utan 42 verslanir í sérstöku grill­átaki. Mynd / úr einkasafni.
Fréttir 4. ágúst 2017

Herferðir auka lambakjötssöluna í Noregi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Afurðastöðin Nortura í Noregi hef­ur aukið sölu lambakjöts um 33 prósent það sem af er þessu ári. Herferðir fyrir páskana og í sumar ásamt auknu vöruúrvali í verslunum hefur leitt af sér þennan mikla vöxt.

Sauðfjárbændur um allt landið tóku virkan þátt með því að gefa smakk á lambakjöti fyrir utan 42 verslanir í sérstöku grill­átaki.

33% söluaukning

Nýjar tölur frá Nortura sýna að fél­agið hefur selt 832 tonnum meira af lambakjöti samanborið við sama tíma í fyrra sem er 33 prósenta aukning. Fyrirtækið hefur einnig stað­­ið fyrir átaki til að selja meira af öðru kindakjöti og hefur sala á því aukist um 65 prósent frá sama tímabili í fyrra. Í lok júní hafði selst 6.290 tonn af lamba- og kindakjöti í Noregi sem er 165 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Tölur sýna að í hverri viku á þriggja vikna tímabili voru tekin um 100 tonn aukalega út af lager í sölu en þrátt fyrir þetta eru enn hátt í þúsund tonna umframbirgðir til af lamba- og kindakjöti.

Herferðirnar sem Nortura hefur ráðist í eru tvennskonar og hafa snú­ist um að auka sölu á lambakjöti en einnig að auka vitund fólks um hlutverk sauðkindarinnar. Þar að auki eiga her­ferð­irnar að stuðla að því að gera lamba­kjöt að heilsársvöru.

Bændur fóru í verslanir

Fyrsti liður í herferðinni leiddi til auk­innar sölu á grillpylsum en þá stóðu sauðfjárbændur fyrir utan 42 verslanir og buðu upp á smakk sem leiddi til þess að allt seldist upp inni í verslununum þar sem smakkið var í boði þrátt fyrir að grillveður hafi verið af ýmsum toga í sumar í landinu. Samhliða grillátakinu voru útstillingar í verslunum lagfærðar sem bar árangur. Nortura gerði samning í upphafi árs við þrjár stærstu matvörukeðjurnar til að auka sölu á lambakjöti því ef ekkert hefði verið aðhafst gætu um 4.600 tonn af kjöti legið óhreyfð í frystigeymslum í lok árs.

Allir þessir þættir hafa skilað auk­inni sölu en þrátt fyrir það hafa sauðfjárbændur þurft að borga sinn hluta af átakinu því þeir fá um 65 íslenskum krónum lægra fyrir kílóið en á sama tíma í fyrra. Á þann hátt, það er að segja með að veita lægri styrki og afslætti til bænda, er slíkt aukaátak fjármagnað í Noregi.

Skylt efni: lambakjöt | Noregur | markaðsmál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f