Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helsingi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í klettum á Svalbarða og Nova Zemlja en sá stofn sem fer hér um Ísland verpir á Norðaustur-Grænlandi. Þeir fuglar sem stoppa hérna á leið sinni til Grænlands á vorin leita mikið í tún í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Þegar hóparnir fara til baka á haustin leita þeir meira inn á sunnanvert hálendið og Skaftafellssýslu. Helsingjar eru þó ekki lengur alfarið fargestir á Íslandi heldur hefur undanfarna áratugi myndast ört stækkandi stofn í Skaftafellssýslum. Þar fundust hreiður í hólmum á jökullónum 1988. Sumarið 2014 var áætlað að hér séu um 700 varppör en síðan þá hefur varpstofninn vaxið nokkuð rösklega og var 2020 áætlað að hér væru um 2.500 varppör. Með þessu hefur mikið færst í aukana að sjá helsingja með stóra ungahópa í kringum jökullónin í Skaftafellssýslu.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f