Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði
Utan úr heimi 27. júní 2023

Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Tæknin við kyngreiningu á nautasæði hefur nú verið í notkun í nærri þrjá áratugi.

Það var þó ekki fyrr en fyrir nærri 20 árum að tæknin var orðin það góð og afköstin næg að kynbótafyrirtæki víða um heim fóru að taka tæknina virkilega til sín. Nú er svo komið að flestum kúabændum um heim allan stendur til boða að kaupa kyngreint sæði, þ.e. sæða kýrnar sínar þá annaðhvort með sæði sem gefur að öllum líkindum kvígur nú þá eða naut.

Nýlegt yfirlit frá NAAB, sem eru samtök ræktenda í Bandaríkjunum, sýna að um það bil annað hvert selt sæðisstrá í landinu er nú kyngreint. Svo virðist sem bændur þar í landi hafi þann háttinn á, að minnsta kosti miðað við skráningu sæðinga, að þeir sæða betri kýrnar og kvígurnar með sæði sem gefur kvígur en virðast nota sæði sem gefur holdanaut í slakari gripina. Þannig ná þeir hámarks árangri og afköstum kúnna. Samkvæmt tölum frá 2021 þá framleiddu bandarísk kynbótafyrirtæki 69 milljónir sæðisskammta það ár og þar af fór 66% til útflutnings.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...