Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“, Skjóna frá Vatnsleysu í Biskupstungum og Kolbrúnar frá Sveinskoti á Álftanesi. Helga er einn af þessum „auðkýfingum sálarinnar“, sem í landi okkar hefur barizt við örbirgð og erfiðleika í einstæðingsskap æskuára og ekkjudómi þroskaára. Hennar auðlegð er endurnærð hrifning í síbylju í hvert skipti sem hún heyrir, sér eða skynjar einhverja fegurð, listsköpun, kærleika eða sigraða sorg.“ Helga Þórðardóttir Larsen frá Engi var fædd 1901 og lést 1989. Hún ólst upp í Tungunum og flutti til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn. Hún giftist í Danmörku en missti mann sinn 1937. Árið 1952 fluttist hún að Engi í Mosfellssveit. Árið 1963 kom út viðtalsbók um hana, rituð af Gísla Sigurðssyni, sem bar titilinn Út úr myrkrinu. Af heimildum að dæma var Helga aðsópsmikil og skörungur hinn mesti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...