Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heklaður púði
Hannyrðahornið 15. júní 2015

Heklaður púði

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þessi púði er heklaður eftir mynstri sem kallast horna á milli. Það kemur til þar sem byrjað er í einu horni og heklað fram og til baka frá horni að horni.  
 
Ég notaði Frapan garnið til þess að skreyta púðann aðeins, en það glitrar svo fallega á hann þegar sólin skín inn um gluggann.
 
Garn:
Kartopu Basak 2 dokkur, Garn.is Frapan 2 dokkur. Margar litasamsetningar í boði.
 
Heklunál: 4 mm
Stærð: ca 40x40 cm, eða eftir þörf
 
Skammstafanir: L – lykkja, LL – loftlykkja, KL – keðjulykkja, ST – stuðull.
 
Hekluð útaukning fram og til baka þar til æskilegri breidd er náð. Ef púðinn á að vera ferningur er strax farið í að hekla úrtöku. Ef púðinn á að vera ferhyrningur þá er hekluð lenging þar til æskilegri lengd er náð og svo farið í úrtöku.
 
Fitjið upp 6 LL
1. umf: Heklið 1 ST í 4. L frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er í byrjun kallast héðan af LL-bogi, gott er að merkja þennan stað með prjónamerki), heklið 1 ST í næstu 2 L. (1 kassi gerður).
 
Útaukning:
2. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni (annar LL-bogi gerður), heklið 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu svo ranga fyrri umferðar snúi að ykkur (sjá mynd), tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann. (2 kassar gerðir).
3. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Fjölgað um 1 kassa). 
 
Endurtakið 3. umferð þar til stykkið hefur náð æskilegri breidd. Ef gera á ferning er farið beint í úrtöku. Annars er farið í að lengja stykkið.
 
Lenging:
4. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL-boga með KL (hér eru KL notaðar til þess að færa sig frá einum stað yfir á annan í stykkinu, ef þetta væri ekki gert myndi stykkið togast til), [3 LL, 3 ST] LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferð líkt og í fyrri umferðum. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
5. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið saman kassana með KL í LL boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Úrtaka: 
6. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL boga með KL, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í næsta LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * þar til 1 kassi er eftir, honum er sleppt. (Fækkað um 1 kassa).
 
Endurtakið 6. umferð þar til aðeins 1 kassi er eftir.
 
Hekluð eru tvö stykki sem eru svo hekluð saman utan um púðann. Ég heklaði eina umferð af fastapinnum á hvort stykki fyrir sig áður en ég heklaði stykkin saman með keðjulykkjum.
 
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is
 
Hekl kveðjur
Elín Guðrúnardóttir

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...