Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heita að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Fréttir 2. nóvember 2015

Heita að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjóðir heims keppast við að gefa út yfirlýsingar sem heita minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Parísarráðstefnuna um loftslagsmál sem haldin verður seinna á árinu.

Haldi núverandi losun gróðurhúsalofttegunda áfram óbreytt gera spár ráð fyrir að loftslagshiti jarðar muni hækka um 3,1° Celsíus fyrir árið 2100 sem er 1,7 gráðum hærra en þolmörk, sem eru tvær gráður. Standist spárnar má búast við gríðarlegum breytingum á veðurfari, sem reyndar er þegar farið að bera á, sem leiða til að veðrakerfi riðlast frá því sem nú er og slíkt mundi hafa víðtæk áhrif á fæðuframleiðslu og fæðu­framboð í heiminum.

150 ríki lofa betrun

Alls hafa 140 þjóðir heitið því að gera allt sem í þeirra valdi er til að draga út losuninni. Gangi fyrirheit þeirra eftir gera spár ráð fyrir að loftslagshækkunin verði 2,7 gráður sem er 0,7 gráðum yfir þolmörkum. Þrátt fyrir að hækkunin sé enn yfir hættumörkum gera spár í fyrsta sinn ráð fyrir að hún verði undir þremur gráðum á Celsíus.

Stjórnvöld í Brasilíu hafa heitið því að draga úr losun gróðurhúsategunda um 37% fyrir árið 2025, í Indónesíu um 29% fyrir 2030, Kenía um 30% fyrir 2013, Bandaríkin um 80% fyrir 2025, Kína 45 % fyrir 2020 og ekki alls fyrir löngu var haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra að á Íslandi væri stefnan að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.

Ekki skuldbundinn af samningum

Allt eru þetta göfug markmið en því miður er það svo að þjóðir eru ekki bundnari en svo af samþykktum og undirskriftum fulltrúa sinna þegar kemur að umhverfismálum að engin refsiákvæði eða sektir eru til staðar sé ekki staðið við samninginn. Slíkt á bara við þegar um fjárhagslegar skuldbindingar er að ræða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...